Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og Wake Forest. Mynd: Kristinn Gíslason
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 31. 2014 | 15:25

Ólafía Þórunn í 16. sæti eftir 2. dag í Marokkó

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, lék 2. hring sinn í dag í Lalla Aicha Tour School í Marokkó, en það er úrtökumót til þess að öðlast sæti á Evrópumótaröð kvenna, Ladies European Tour (skammst. LET).

Ólafía Þórunn átti glæsilega byrjun í gær þegar hún lék á 2 yfir pari, 74 höggum og var í 7. sæti.

Í dag var erfiðara hjá Ólafíu Þórunn, en hún lék á 6 yfir pari, 78 höggum og fór við það niður um 9 sæti í 16. sætið.

Samtals er Ólafía Þórunn búin að spila samtals á 8 yfir pari 152 höggum (74 78).

Ólafíu til halds og trausts er móðir hennar Elísabet M. Erlendsdóttir.

Fylgjast má með gengi Ólafíu Þórunnar á skortöflu með því að SMELLA HÉR: