Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 26. 2022 | 19:00

Ólafía Þórunn hætt í atvinnugolfi

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, tilkynnti í dag að hún væri hætt í golfi.

Hún tilkynnti um lok sín í atvinnugolfinu í myndskeiði sem hún birti og sjá má með því að SMELLA HÉR: 

Í myndskeiðinu sagði Ólafía Þórunn:

Ég er metnaðarfull, hugmyndarík og listræn. Ég elska fjölskylduna mína og borða plöntufæði. Þetta er einungis byrjunin á því sem gerir mig að mér. Ég hef verið golfari í 20 ár og síðustu átta ár atvinnumaður í golfi. Nú er komið að tímamótum í mínu lífi,“ segir Ólafía, og klökknaði.

Ég get þetta ekki,“ sagði Ólafía og tók sér hlé áður en hún hélt áður.   Svo hélt hún áfram:

„Það er komið að tímamótum í mínu lífi og ég mun reyna að einblína á önnur áhugasvið í mínu lífi. Þar á meðal eyða tíma með fjölskyldunni minni, dýrmætum tíma með Maroni [syni hennar], frumkvöðlaverkefni sem ég hef haft í kollinum í nokkur ár og það er alltaf mikilvægt fyrir mig að gefa eitthvað til samfélagsins svo ég mun alltaf reyna það eftir bestu getu.“

„Golf hefur alltaf verið stór hluti af mínu lífi og ég er ótrúlega þakklát fyrir það. Ég er búin að vera með besta stuðningsteymi í heimi,“ segir hún og nefnir alla þá styrktaraðila sem hafa stutt hana og styrkt fjárhagslega á ferlinum.

Það er til ótrúlega mikið af góðu fólki og allir vilja hjálpa. Fólk sem hefur fylgt mér í gegnum hæstu hæðir og lægstu lægðir. Foreldrar mínir hafa alltaf verið til staðar fyrir mig bara síðan ég var pínulitil, þau eru ástæða þess að ég byrjaði í golfi. Þau hafa verið að skutla mér um allt Ísland á golfmót síðan ég var lítil og núna hjálpað mér á atvinnumannamótaröðinni. Líka sem móðir þá er ekki hægt að spila á mótaröðaröðinni án þess að hafa hjálp. Thomas [Bojanowski, eiginmaður hennar] hefur verið eins og klettur við hliðina á mér og ég væri ekki búin að ná neinum af þessum árangri án hans,“ segir hún.

Ég veit að ég er búin að vera rosalega heppin og upplifa alls konar á ævinni.

„Ég hef fengið að keppa út um allan heim, ég hef fengið að keppa á stærstu mótaröð í heimi, LPGA, hef keppt á öllum stærstu mótu heims og ég hef unnið alla strákana á Íslandsmótinu í golfi,“ segir Ólafía létt í bragði.

„Ég hef verið kjörin íþróttamaður ársins og unnið Evrópumeistaratitil með landsliði Íslands. En stærst af öllu er fólkið sem ég hef hitt á leiðinni og verið samferða mér í þessu og sumir eru vinir til æviloka og munu fylgja mér í næsta kafla.“

„Allir vilja hjálpa og stuðningurinn og meðbyrinn er ómetanlegur. Ég hef brennandi áhuga á að hjálpa íslensku golfi og að leggja mitt að mörkum í barna- og unglingastarfi, kvennagolfi og vonandi hjálpa komandi atvinnumönnum í íslensku golfi.“

„Það er búinn að vera heiður að fylgja ykkur öllum og þessu ævintýri, núna byrjar næsta ævintýri, sjáumst vonandi,“ sagði hún að lokum.

Í aðalmyndaglugga: Ólafía Þórunn ásamt Maron, syni sínum, sem hún mun nú verja meiri tíma með. Heppinn strákur!!!