Ragnheiður Jónsdóttir | september. 9. 2017 | 12:00

Ólafía Þórunn fer út kl. 13:44 á lokahring Indy-mótsins – Fylgist með HÉR!!!

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir hefur leik á lokahring Indy Women in Tech meistaramótsins, kl. 9:44 að staðartíma í Indianapolis í Indiana.

Það er kl. 13:44 þ.e. kortér í tvö hér heima að íslenskum tíma.

Sem stendur er Ólafía Þórunn í góðum málum; deilir 7. sætinu með 5 öðrum kylfingum, þeim Lizette Salas frá Bandaríkjunum; Minjee Lee frá Ástralíu; Brooke Henderson frá Kanada; Moriyu Jutanugarn frá Thailandi og Marrisu Steen frá Bandaríkjunum.

Með í ráshóp Ólafíu á lokahringnum eru síðastgreindu tvær, þ.e. Moriya Jutanugarn og Marissa Steen.

Fylgjast má með gengi Ólafíu Þórunnar og stöðunnar á Indy Women in Tech með því að SMELLA HÉR: