Valdís og Ólafía
Golf Ólafía og Valdís taka þátt í Opna skoska meistaramótinu
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, fékk boð seint í gærkvöld þess efnis að taka þátt á Opna skoska meistaramótinu sem hefst á fimmtudaginn. Mótið er sameiginlegt verkefni hjá LET Evrópumótaröðinni og LPGA-mótaröðinni í Bandaríkjunum.
Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr GL, er með keppnisrétt á þessu móti, líkt og á öðrum mótum á LET Evrópumótaröðinni. Valdís Þóra og Ólafía Þórunn verða því báðar á meðal keppenda á þessu sterka móti sem fram fer á hinum glæsilega Renaissance velli rétt við North Berwick í Skotlandi.
Þetta óvænta boð setti áætlun Ólafíu Þórunnar úr skorðum en hún hafði ákveðið að taka þátt á Íslandsmótinu í golfi 2019 – sem hefst á fimmtudaginn á Grafarholtsvelli.
Ólafía Þórunn verður því ekki með á Íslandsmótinu 2019 en hún hafði skráð sig þar til keppni eins og áður hefur komið fram. Ólafía Þórunn var hér á landi í gær þar sem hún tók þátt í Einvíginu á Nesinu.
Á Opna skoska meistaramótinu mæta til leiks flestir af sterkustu kylfingum heims í atvinnugolfi kvenna.
Allt nánar um mótið má sjá með því að SMELLA HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
