Vinkonurnar Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Sandra Gal – fremstu kylfingar Íslands annars vegar og Þýskalands hins vegar – Þær kunna líka að skemmta sér
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 3. 2017 | 17:00

Ólafía og Sandra Gal stíga gleðidans – Myndskeið

Á Golfchannel er grein sem nefnist: „Watch Gal, Kristinsdottir, dance their little hearts out,“

Með greininni er myndskeið þar sem sjá má Ólafíu Þórunni „okkar“ Kristinsdóttur og félaga hennar á LPGA, Söndru Gal frá Þýskalandi stíga gleðidans.

Sandra er sem kunnugt er fyrrverandi W-7 módel og hefði Ólafía vel sómt sér sem slíkt, líkt og Gal, sem er einn fremsti ef ekki fremsti kvenkylfingur Þýskalands.

Ólafía hefir ástæðu til að fagna því nýliðaár hennar er búið að ganga framar vonum og hún að skrifa hvern nýja kaflann í íslenska golfsögu.

Sjá má grein Golfchannel og myndskeiðin af þeim Ólafíu Þórunni og Söndru Gal með því að SMELLA HÉR: