Ólafía og Cheyenne byrja ekki vel
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er á meðal keppenda á LPGA mótaröðinni í þessari viku. Mótið heitir The Dow Great Lakes Bay Invitational og er keppnisfyrirkomulagið með óhefðbundnum hætti.
Í fyrsta sinn er keppt í tveggja manna liðum á LPGA mótaröðinni, sterkustu atvinnumótaröð heims hjá atvinnukylfingum í kvennaflokki. Mótið fer fram á Midland vellinum í Michigan.
Keppendur eru alls 144 og er þeim skipt niður í 72 lið. Ólafía Þórunn er í liði með Cheyenne Woods, sem lék með Ólafíu í háskólaliðinu Wake Forest á sínum tíma. Bandaríski kylfingurinn er eins og nafnið gefur til kynna frænka Tiger Woods.
Í fyrstu og þriðju umferð skiptast kylfingarnir í liðunum á að slá einn bolta. Í annarri og fjórðu umferð telur betra skor á hverri holu.
Niðurskurður verður eftir 36 holur þar sem að 35 efstu liðin komast áfram.
Sigurliðið skiptir á milli sín 485.000 Bandaríkjadölum eða sem nemur 62 milljónum kr.
Ólafía og Cheyenne byrjuðu mótið á að leika á +6 og eru þær neðarlega á listanum eins og staðan er núna.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
