Valdís og Ólafía. Mynd: GSÍ
Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 20. 2015 | 08:00

Ólafía á 69 höggum – Valdís á 72 e. 2. dag í Marokkó!

Þær Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og Valdís Þóra Jónsdóttir, GL keppa á lokaúrtökumótinu til þess að komast inn á LET, Evrópumótaröð kvenna.

Aðeins 1 íslenskur kvenkylfingur hefir leikið á mótaröðinni en það er Ólöf María Jónsdóttir.

Á lokaúrtökumótinu er keppt um 30 efstu sætin sem tryggja þátttöku- og keppnisrétt á LET.

Lokaúrtökumótið fer fram á tveimur glæsilegum golfvöllum í Marrakech í Marokkó: Amelkis og Samanah.

Leiknir eru 5 hringir og skorið niður eftir 4. hring en aðeins helmingur keppenda 60 kvenkylfingar fá að keppa um efstu 30 sætin.

Eftir 2. keppnisdag hefur Ólafía Þórunn spilað á samtals 1 undir pari, 143 höggum (74 69) og er sem stendur T-37, þ.e. jöfn 7 öðrum í 37. sæti.  Eins og sjá má átti Ólafía Þórunn glæsihring í gær lék á 3 undir pari, 69 höggum!!!

Valdís Þóra hefur spilað jafnara golf er á samtals 2 undir pari, 142 höggum (70 72) og er T-29 þ.e. jöfn 7 öðrum í 29. sæti.

Í efsta sæti eftir 2. hringi er þýska stúlkan Karolin Lampert á samtals 12 undir pari (67 65) og hafa hún og þær tvær sem næstar koma og deila öðru sætinu á samtals 10 undir pari, hvor: Daisy Nielsen frá Danmörku og Justine Dreher frá Frakklandi nokkra sérstöðu, í því að þær eru þær einu sem komnar eru í tveggja stafa tölu í heildarskori.

Sú sem er í 4. sæti Caroline Rominger frá Sviss hefir leikið á samtals 9 undir pari og þær sem deila 5. sætinu, hópur 8 kylfinga hafa spilað á samtals 7 undir pari.

Golf 1 óskar báðu íslensku keppendunum áframhaldandi góðs árangurs!!!

Til þess að fylgjast með stöðunni á lokaúrtökumótinu í Marokkó SMELLIÐ HÉR: