Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 6. 2015 | 18:00

Ökklinn á Rory

Rory McIlroy er að taka hraðari framförum af ökklameiðslum en áður var talið.

Hann póstaði myndir af ökkla sér á Instagram; aðra tekna fyrir 4 1/2 viku og þá sést að ökklinn er verulega bólginn og síðan allur marinn og í sárum fyrir 3  1/2 viku.

Fótboltaleikurinn sem Rory tók þátt í með vinum sínum er búinn að kosta hann milljónir og e.t.v. nokkra titla a.m.k gat hann ekki verið með á Opna breska og enn óvíst hvort hann verður með á síðasta risamóti ársins, PGA Championship.

Af myndunum að dæma er erfitt að trúa að hann sé að snúa aftur, en myndskeið sem Rory birti í gær sýnir hversu langt á leið hann er kominn.

Til þess að sjá myndskeið af Rory að æfa þrátt fyrir ökklameiðslin SMELLIÐ HÉR: