Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 3. 2015 | 09:15

Óhefðbundin aðferð við að draga tönn úr barni – með kylfu, golfkúlu og tannþráð

Fæst okkar hafa misst barnatennurnar með hjálp tannþráðs, sem bundinn er við tönnina og golfkúlu sem fest hefir verið við hinn endann á honum og föður sem síðan slær golfhögg í kúluna þannig að tönnin kippist úr barninu.

Þannig dró pabbinn Phil Smith tönn úr 7 ára syni sínum Noah.

Allt var þetta tekið upp á myndband og sett á Youtube nú fyrr í vikunni og hafa 150.000 manns þegar séð tanndráttinn óhefðbundna og skiptar skoðanir um athæfið – finnst sumum þetta til marks um að Smith sé slæmt foreldri.

Smith sagði að tönn sonarinn hefði pirrað hann; hún hefði verið farin að losna en ekki viljað fara. Sonur sinn, Noah, hefði viljað losna við tönnina á fljótvirkan og sársaukalausan hátt.

Hér má sjá myndskeiðið umdeilda um tanndráttinn óhefðbundna SMELLIÐ HÉR: