Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 12. 2015 | 12:00

Ófrísk? Er enn hægt að spila golf?

Þeir sem eru ástríðukylfingar vita að hægt er að spila golf frá því að vera smákrakki og rétt að þeim punkti að maður gerist karlægt gamalmenni.

En hvað um ófrískar konur? Geta þær enn tíað upp? Auðvitað!!! Að vera ófrískur er ekki átómatískur sjúkdómur.

Hér má t.a.m. sjá ófríska konu taka þrumuteighögg SMELLIÐ HÉR: 

Og eins eftir að barnið er komið í heiminn spila mæðurnar golf. Jafnvel á hæsta stigi.

Dæmi um það eru Ragna Björk Ólafsdóttir, klúbbmeistari GKG og nýbakaður Íslandsmeistari í höggleik kvenna Signý Arnórsdóttir, GK.

Myra Blackwelder 1987

Myra Blackwelder 1987

Af erlendum stórkylfingum mætti nefna Gwladys Nocera, Catriona Matthew og  Myru Blackwelder, sem kepti í Kaft Nabisco risamótinu 1987 þegar hún var komin 7 mánuði á leið.

Enn aðrar eru Nancy Lopez, Juli Inkster, Laura Diaz og Hee-Won Han. 

Hvað er öðruvísi hjá konum þegar þær spila golf ófrískar?  Margar konur segjast standa aðeins aftar þ.e. staðan er ekki eins og eins finnst mörgum að sveiflan sé ekki eins kraftmikil.

Hérna má sjá grein um 5 atriði sem ber að huga að ef maður vill spila golf ófrískur SMELLIÐ HÉR: