Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 11. 2016 | 12:00

Obama myndi ekki vera í draumaholli Michael Jordan

Michael Jordan var ekkert að spara stóru orðin þegar hann var spurður um það í viðtali fyrir 2 árum hverjir myndu vera í draumaholli hans, með honum.

Jordan nefndi fyrst Arnold Palmer.

Síðan sagði Jordan, Barack Obama, en tók það síðan aftur og sagði Obama vera kylfing sem „hyggi í viðinn“ (þýðing á enska orðinu „hacker“ sem er orðið sem Jordan viðhafði og er almennt notað um lélega kylfinga.)

Reyndar sagði Jordan orðrétt:

I’ve never played with Obama, but I would. But no, that’s OK, I’d take him out. He’s a hack and I’d be all day playing with him … I never said he wasn’t a great politician, I’m just saying he’s a sh—y golfer.”

Sjá má myndskeið þar sem viðtalið við Jordan er rifjað upp með því að SMELLA HÉR: 

Obama svaraði fyrir sig í útvarpsviðtali þar sem hann sagði að Jordan ætti frekar að hafa áhyggjur af liðunum, sem hann (Jordan) væri meðeigandi í, í körfunni, sbr. eftirfarandi orð Obama:

„... there is no doubt that Michael is a better golfer than I am,“ president Obama said. „Of course if I was playing twice a day for the last 15 years, then that might not be the case. He might want to spend more time thinking about the Bobcats — or the Hornets.“