Ragnheiður Jónsdóttir | september. 22. 2014 | 07:00

NÝTT!!! Nýju strákarnir á PGA Tour 2015!

Í gær eftir að úrslitin lágu ljós fyrir á Web.com Tour Championship lokamótinu af 4 á Web.com finals mótaröðinni (Sjá grein Golf 1 um Web.com finals með því að SMELLA HÉR: ) (Sjá úrslitin á Web.com Championships með því að SMELLA HÉR:)  réðist hvaða 50 hjóta kortin sín á PGA Tour keppnistímabilið 2014-2015.

Það eru eftirfarandi 50 kylfingar:


Nafn Aldur Bær Háskóli
1 Adam Hadwin* 26 Moose Jaw, Saskatchewan, Canada University of Louisville
1 Derek Fathauer 28 Stuart, Florida University of Louisville
3 Carlos Ortiz* 23 Guadalajara, Mexico University of North Texas
4 Bud Cauley 24 Daytona Beach, Florida University of Alabama
5 Justin Thomas* 21 Louisville, Kentucky University of Alabama
6 Colt Knost 29 Garrettsville, Ohio Southern Methodist University
7 John Peterson 25 Fort Worth, Texas Louisiana State University
8 Andrew Putnam* 25 Tacoma, Washington Pepperdine University
9 Richard Sterne* 33 Pretoria, South Africa
10 Jason Gore 40 Valencia, California Pepperdine University
11 Zac Blair* 24 Salt Lake City, Utah Brigham Young University
12 Tony Finau* 24 Salt Lake City, Utah
13 Sam Saunders* 27 Orlando, Florida Clemson University
14 Zack Sucher* 27 Atlanta, Georgia University of Alabama-Birmingham
15 Jim Herman 37 Cincinnati, Ohio University of Cincinnati
16 Blayne Barber* 24 Tallahassee, Florida Auburn University
17 David Lingmerth 27 Tranas, Sweden University of Arkansas
18 Alex Cejka 43 Marienbad, Czech Republic (of German nationality)
19 Tom Hoge* 25 Statesville, North Carolina Texas Christian University
20 Steven Alker 43 Hamilton, New Zealand New Zealand education, college, 7th form
21 Greg Owen 42 Mansfield, Nottinghamshire, England
22 Andres Gonzales 31 Olympia, Washington University of Nevada-Las Vegas
23 Tom Gillis 46 Pontiac, Michigan Oakland Community College
24 Jon Curran* 27 Hopkinton, Massachusetts Vanderbilt University
25 Whee Kim* 22 Seoul, South Korea Yonsei University
26 Cameron Percy 40 Chelsea, Victoria, Australia
27 Scott Pinckney* 25 Orem, Utah Arizona State University
28 Daniel Berger* 21 Plantation, Florida Florida State University
29 Tyrone Van Aswegen 32 Johannesburg, South Africa Oklahoma City University
30 Jonathan Randolph* 26 Brandon, Mississippi University of Mississippi
31 Sean O’Hair 32 Lubbock, Texas
32 Max Homa* 23 Burbank, California University of California
33 Heath Slocum 40 Baton Rouge, Louisiana University of South Alabama
34 Mark Hubbard* 25 Denver, Colorado San Jose State University
35 J.J. Henry 39 Fairfield, Connecticut Texas Christian University
36 Steve Wheatcroft 36 Indiana, Pennsylvania  Indiana University
37 Nick Taylor* 26 Winnipeg, Manitoba, Canada University of Washington
38 Kyle Reifers 30 Columbus, Ohio Wake Forest University
39 Hudson Swafford 27 Lakeland, Florida University of Georgia
40 Ryan Armour 38 Akron, Ohio Ohio State University
41 Alex Prugh 30 Spokane, Washington University of Washington
42 Byron Smith* 33 Palm Springs, California Pepperdine University
43 Oscar Fraustro* 32 Mexico City, Mexico
44 Bill Lunde 38 San Diego, California University of Nevada-Las Vegas
45 Sung Joon Park* 28 South Korea
46 Roger Sloan* 27 Calgary, Alberta, Canada University of Texas-El Paso
47 Chad Collins 36 Indianapolis, Indiana Methodist University
48 Fabian Gomez 36 Resistencia, Chaco, Argentina
49 Carlos Sainz Jr.* 28 Chicago, Illinois Mississippi State University
50 Eric Axley 40 Athens, Tennessee East Tennessee State University

Golf 1 mun eins og fyrri ár vera með kynningu á öllum 50 „nýju“ kylfingunum sem spila á næsta keppnistímabili á PGA Tour og hefst kynningin á þeim sem rétt slapp inn á PGA Tour og varð í 50. sæti Eric Axley og endað á þeim sem varð nr. 1 Kanadamanninum Adam Hadwin.

Það merkilega við þennan hóp 50 kylfinga er að tæpur helmingur eða 24 eru nýliðar á PGA Tour. Af þessum 50 hafa 33 sigrað á mótum á Web.com og 6 unnið sigra á PGA Tour.

Eins hefir þótt fréttnæmt að barnabarn einnar af 3 goðsögnum golfsins: Arnold Palmer þ.e. Sam Saunders var að vinna sér inn kortið sitt á PGA Tour.

Annað merkilegt er t.a.m. að 2 efstu þeirra sem hlutu kortin sín eru útskrifaðir úr sama háskóla og spiluðu saman golf í bandaríska háskólagolfinu þ.e. Adam Hadwin og Derek Fathauer, sem sigraði á Web.com Championship í gær, en báðir voru í University of Louisville, sem greinilega er að gera eitthvað rétt í golfuppeldi sínu!

Sá elsti, sem hlýtur kortið sitt á PGA Tour að þessu sinni er Tom Gilles frá Michigan, en hann er 46 ára fæddur 16. júlí 1968 og sá yngsti er Justin Thomas, 21 árs, fæddur 29. apríl 1993.

Loks mætti geta að það eru þó nokkrir útlendingar sem hljóta kort á PGA Tour að þessu sinni en útlendingar í þessu samhengi eru þeir sem ekki eru Bandaríkjamenn. „Útlendingarnir koma frá 10 þjóðlöndum og flestir eða 3 frá Kanada þ.e. þeir: Adam Hadwin, Nick Taylor og Roger Sloan. Næstir að fjölda koma  2 frá Mexikó: Carlos Ortiz, og Oscar Fraustro;  2 frá Suður-Afríku: Richard Sterne og Tyrone van Aswegen ; 2 frá Suður-Kóreu þ.e. Whee Kim og Sung Joon Park; 1 frá Svíþjóð: David Lingmerth, 1 frá Þýskalandi: Alex Cejka; 1 frá Nýja-Sjálandi þ.e. Steve Alker;  1 frá Englandi þ.e. Greg Owen og 1 frá Ástralíu þ.e. Cameron Percy og 1 frá Argentínu þ.e. Fabian Gomez.