Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 9. 2011 | 09:00

Nýtt mót Perth International í Ástralíu

Lake Karrinyup í Perth, Ástralíu, er sá völlur þar sem það golfmót, þar sem er mest verðlaunafé í Ástralíu fer fram.

Búið er að bæta nýja mótinu Perth International Golf Championship við á mótaskránna – og fer það fram í október á næsta ári. Verðlaunaféð eru $ 2 milljónir bandaríkjadala og vonast mótshaldarar til þess að laða að mótinu einhverjar stærstu stjörnurnar í golfheiminum.

Robbie Henchman fulltrúi IMG þegir um það hverjar stjörnurnar eru en sagði eftirfarandi nú nýlega í kynningu á mótinu: „Við höfum átt frábært samstarf við yfirvöld í Vestur-Ástralíu s.l. 10 ár við skipulagningu nokkurs fjölda frábærra móta og við hlökkum til að þróa hinn árlega viðburð Perth International. Fyrir hönd IMG færi ég yfirvöldum þakkir okkar fyrir framsýni þeirra og styrk.“

Með því að smella hér má komast á heimasíðu LAKE KARRINYUP Í ÁSTRALÍU. Það sem vekur nokkra athygli er „dresskóðinn“ sem segir að bannað sé að spila á vellinum nema að vera í hvítum, ökklaháum sokkum!