NÝTT!!! Greinaröð um 18 bestu golfvelli Þýskalands
Þegar Íslendingar ferðast til að spila golf erlendis verða oftar en ekki golfvellir fyrir valinu sem eru í suðlægari löndum s.s. á Spáni eða Flórída.
Nokkuð er þó um hópa meðal kylfinga sem tekið hafa ástfóstri við önnur hefðbundin „golflönd“ s.s. Skotland og þekktir ýmsir „strákahópar“ sem spila „regligiously“ þar …. enda er vagga golfíþróttarinnar einmitt í Skotlandi.
Svo eru þeir sem elska skandinavíska velli s.s. í Danmörku eða Svíþjóð; Noregur og Finnland verða þar oft útundan þó vissulega séu frábærir golfvellir þar líka og svo er alveg tilvalið að skella sér til Þórshafnar í Færeyjum og spila „Golfvöllinn“ þeirra, sem hefir jafnmargar holur og Færeyjarnar eru margar!
Minna er um að farið sé til landa Mið-Evrópu sérstaklega í frí og til að spila þar; lönd þar sem þó er löng golfhefð.
E.t.v. er ástæðan að Íslendingar þekkja þá velli ekki eins vel.
Hér á Golf 1 verða á næstu misserum kynntir 18 (að mati sérfræðinga) bestu golfvellir Þýskalands. Sumar þessara 18 ættu þeir kylfingar sem fylgjast reglulega með golffréttum að kannast við; velli s.s. Fleesensee (þar sem úrtökumót fyrir Evrópumótaröðina hefir farið fram) eða St. Leon Rot (þar sem Solheim Cup fór fram á síðasta ári). Aðrir eru perlur, sem alveg eru þess virði að prófa og eru tær upplifun hverjum sem þá spilar.
Vonandi er að íslenskir kylfingar sem eru að leggja land undir fót til Þýskalands fái góðar hugmyndir um hvar megi spila eða þetta verði jafnvel til þess að Þýskaland sé heimsótt TIL ÞESS að spila vellina, en Þýskaland eru nú aðeins 3 flugstundir frá okkur!
Þeir sem vilja finna meira úrval geta fjárfest í „Golf Führer“ þ.e. golfleiðsögubókinni, þar sem finna má marga nytsamlegar upplýsingar um flesta velli Þýskalands s.s. um vallargjöld og hvernig komast megi þangað. „Mein Führer“ fær bara allt aðra merkingu!!!
En það er fljótt hægt að týnast í upplýsingaflóðinu og hér eins og segir kynntir þeir 18 vellir sem þýskir golfsérfræðingar eru sér sammála um að séu meðal þeirra allra bestu! Njótið!!!
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
