Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 16. 2016 | 11:00

Nýtt ár – ný kærasta Rickie Fowler?

Hinn 27 ára bandaríski kylfingur, Rickie Fowler, hefir  skv. slúðurblöðum á borð við New York Post hætt við kærustu sína til nokkurs tíma, Alexis Randock.

Það sem þykir renna stoðum undir það er að Rickie hefir ekki minnst á Alexis mestallan hluta s.l. 6 mánaða á Instagram síðu sinni.

Þó Rickie eigi eftir að kynna meinta nýju kærustu sína fyrir 716.000 fylgjendum sínum á Instagram þá hefir stúlkan sú „Bachelor“ þátttakandinn Lauren Barr (kölluð LB) þegar birt nokkrar myndir af þeim saman, t.a.m. þegar tökur hófust á Bachelor þáttunum og síðan á fótboltaleik Oklahoma State, en Fowler er fv. nemandi við háskolann.

Svo þótti það renna stoðum undir samband þeirra að LB hætti í miðjum Bachelorþáttunum og sagði m.a. :

I think it’s really hard for me to be here, and I don’t think I can do it,” (Það er virkilega erfitt fyrir mig að vera hér og ég held ekki að ég geti gert þetta).

Málið var ekki bara að það var fullt af öðrum fallegum stúlkum þarna heldur sagði hún að hjarta sitt væri bara ekki með í leiknum og því yrðu hún að hætta.

Svo ritaði hún á félagsmiðlana eftir að hafa hætt í Bachelor-þáttunum:

Ég er svo þakklát fyrir svona frábært tækifæri. Ég tók þátt af réttu ástæðunum og fór af réttum ástæðum <3