NÝTT!!! Nýju stúlkurnar á LPGA 2017
Líkt og gert hefir verið undanfarin ár, eða frá því vefurinn hefir verið starfandi, hefur Golf 1 í dag, kynningu á þeim 45 stúlkum sem hlutu keppnisrétt á LPGA, sterkustu kvenmótaröð heims keppnistímabilið 2016-2017.
Líkt og alltaf á lokaúrtökumótum LPGA voru spilaðir 5 hringir og fór lokaúrtökumótið fram á LPGA International á Daytona Beach, í Volúsía sýslu norðaustur af Orlandó í Flórída.
Alls hófu 155 stúlkur keppni að þessu sinni og var skorið niður eftir 4 keppnisdag og keppendum þar með fækkað í 70 sem kepptu um sætin 20 eftirsóttu.
Meðal þeirra sem ekki náðu niðurskurði eru margir þekktir kylfingar, sem ýmist hafa áður keppt á LPGA eða eru á Evrópumótaröð kvenna.
Dæmi þeirra sem ekki náðu að þessu sinni eru m.a. hin sænska Camilla Lennarth frá Svíþjóð (Sjá eldri kynningu Golf 1 á henni með því að SMELLA HÉR: en hún spilar á LET eða Stephanie Kono, frá Bandaríkjunum, sem áður hefir spilað á LPGA (Sjá eldri kynningu Golf 1 á henni með því að SMELLA HÉR). Þær tvær voru í hópi 9 stúlkna sem vantaði aðeins 1 högg til þess að vera í hópi þeirra 70 sem kepptu um að fá ýmist fullan keppnisrétt (og urðu að vera í 1.-20. sæti) eða takmarkaðan keppnisrétt; (úthlutað til þeirra sem lentu í 21.-45. sæti og þeirra sem jafnar eru í 45. sætinu.)
Golf 1 hefir eins og segir alltaf kynnt stúlkurnar sem hlotið hafa keppnisrétt (takmarkaðan/fullan) og þar sem Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, varð fyrst íslenskra kvenna til þess að hljóta fullan keppnisrétt á LPGA mótaröðinni, þar sem hún hafnaði í 2. sæti, verður byrjað að kynna hana.
Þeir sem þekkja kynningar Golf 1 vita hins vegar að Golf 1 hefir alltaf byrjað á þeim sem rétt sluppu inn og í ár voru það 11 stúlkur sem urðu T-44 eða í 44. sæti eða betra og endað á þeirri sem sigraði keppnina.
Í ár verður byrjað á þeirri sem varð í 2. sæti og síðan hafður sami háttur á og undanfarin ár – byrjað að kynna þær sem urðu T-44 og síðan tekið við að fikrast upp
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
