
Nýr „fljótandi” golfvöllur á Maldíveyjum – komist milli teiga um neðansjávarglergöng
Maldíveyjar eru klasi baugeyja í Indlandshafi, suð-suðvestur af Indlandsskaga. Baugarnir eða hringrifin eru 26 talsins með 1.196 kóraleyjum. Mannfjöldinn á eyjunum er svipaður og hér á Íslandi um 300.000 og opinbert tungumál er divehí. Maldíveyjar komust í fréttir fyrir nokkru vegna þess að þær eru í mikilli hættu að sökkva í sæ. Eyjarnar eru vinsæll áfangastaður brúðkaupsferðamanna, enda hvítar draumastrendur, með djúpbláu hafi og fallegum pálmatrjám, sem mæta hjónunum nýbökuðu, sem öðrum ferðamönnum. Nokkuð sem manni dreymir um á norðlægari slóðum þegar kólnar í veðri og golfvellir loka hverjir af öðrum.
Til þess að mæta því að hitabeltisdraumurinn sökkvi í sæ hefir stjórn eyjanna ákveðið að verja $ 500.000,- til bygginga á 3 „fljótandi stjörnulaga eyjum” í 5 hringrifanna. Hollenski arkítektinn Koen Olthuis hjá Waterstudio, NL; var fenginn til þess að hanna eyjurnar, sem eru umhverfisvænar að öllu leyti. Til stendur að byggja 18 holu golfvöll á eyjunum fljótandi og verður að fara milli teiga í gegnum neðansjávarglergöng – þar sem kylfingar koma m.a. til með að sjá kóralrifin fögru neðansjávar, hákarla, skrautfiska og annað hitabeltissjávarlíf á ferð á næsta teig. Fyrirhugað er að aðeins muni taka 5 mínútur með hraðbát að komast á golfvöllinn frá 1 alþjóðlega flugvelli eyjanna; Malé International.
Stjórn Maldíveyja vonast til þess að golfvöllurinn laði að til sín nýja tegund ferðamanna – golfferðamenn – en ferðamennska er aðaltekjulind eyjanna. Að lokum er e.t.v. vert að geta þess að Troon Golf, sem m.a. sá um hönnun á Las Colinas golfvellinum í Alicante á Spáni hefir boðist til að taka að sér hönnun á golfvellinum.
Heimildir: Maldívestraveller og Wikipedia
- febrúar. 23. 2021 | 22:00 Tiger lenti í bílslysi í Genesis GV80
- febrúar. 2. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Jenny Sigurðardóttir – 2. febrúar 2021
- febrúar. 1. 2021 | 18:00 PGA: Reed sigraði á Farmers Insurance Open
- febrúar. 1. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hildur Kristín Þorvarðardóttir – 1. febrúar 2021
- febrúar. 1. 2021 | 08:00 Evróputúrinn: Casey sigraði á Omega Dubai Desert Classic
- janúar. 31. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Justin Timberlake – 31. janúar 2021
- janúar. 30. 2021 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (5/2021)
- janúar. 30. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Payne Stewart ——- 30. janúar 2021
- janúar. 29. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Erlingur Snær Loftsson – 29. janúar 2021
- janúar. 29. 2021 | 14:45 Evróputúrinn: Detry leiðir í hálfleik á Omega Dubai Desert Classic
- janúar. 28. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Þórður Sigurel Arnfinnsson – 28. janúar 2021
- janúar. 28. 2021 | 12:00 Greg Norman selur „húsið“ sitt í Flórída
- janúar. 27. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Bryce Moulder og Mike Hill – 27. janúar 2021
- janúar. 26. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Karine Icher —— 26. janúar 2021
- janúar. 26. 2021 | 07:30 PGA Championship fer fram í Southern Hills 2022 í stað Trump Bedminster