Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 14. 2016 | 15:00

Nýju stúlkurnar á LPGA 2016: Samantha Richdale (9/49)

Lokaúrtökumót LPGA, möo Q-school LPGA fór fram 30. nóvember – 6. desember 2015.

Mótið fór venju skv. fram á LPGA International á Daytona Beach í Flórída.

Tuttugu stúlkur hlutu kortið sitt á LPGA í gegnum Q-school og þær sem urðu í 21. – 45 + þ.e., þær sem urðu í 21.-45. sæti eða jafnar í síðarnefnda sætinu hlutu takmarkaðan þátttökurétt í mótum LPGA.

Alls hlutu 49 stúlkur þátttökurétt á LPGA; 20 fullan þátttökurétt og 29 takmarkaðan.

Alls hafa 8 stúlkur verið kynntar, 7 sem urðu T-43 í lokaúrtökumótinu og voru neðstar af þeim sem hlutu þátttökurétt á LPGA; en væntanlega hamingjusamar með að hljóta spilarétt og síðan Caroline Westrup, sem ásamt þeirri sem kynnt verður í dag deildi 41. sætinu.

Sú sem kynnt verður í dag er Samantha Richdale frá Kanada.

Samantha Richdale fæddist í Calgary 1. maí 1984 og er því 31 árs.

Samantha var með heildarlokarskorið 1 yfir pari, 361 högg á lokaúrtökumótinu (70 74 70 73 74).

Sjá má 7 ára gamalt viðtal við foreldra Samönthu, sem þá þegar voru að ferðast langan veg til að sjá dóttur sína keppa en Samantha var þá 2009 að fá keppnisrétt í fyrsta sinn á LPGA SMELLIÐ HÉR: 

Fylgjast má með Samönthu á Twitter síðu hennar með því að SMELLA HÉR: