Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 25. 2017 | 18:00

Nýju stúlkurnar á LPGA: Pavarisa Yoktuan (35/54)

Þann 30. nóvember – 4. desember 2016 fór fram 3. stigs mót LPGA, lokaúrtökumót um hverjar 20 myndu hljóta fullan keppnisrétt á LPGA keppnistímabilið 2016-2017 og hvaða keppendur hlytu takmarkaðan keppnisrétt þ.e. þær sem voru í sætum 21-45 og þær sem jafnar voru í 45. sætinu eða T-45.

155 þátttakendur voru að þessu sinni.

Nú hafa þær stúlkur verið kynntar sem rétt sluppu inn á LPGA og eru með takmarkaðan keppnisrétt 2017.

Nú næst verða þær ótrúlegu heppnu kynntar, sem deildu 19. sætinu og hlutu kortið sitt og FULLAN keppnisrétt á LPGA, en rétt tókst að komast inn á mótaröðina. Báðar spiluðu þær á samtals 4 undir pari, 356 höggum, hvor.

Þetta eru þær Pavarisa Yoktuan (74 69 72 73 68) og áhugamaðurinn Karen Chung (69 71 73 71 72).

Byrjað verður á að kynna Pavarisu Yoktuan.

Pavarisa Yoktuan fæddist 3. maí 1994 í Thaílandi og er því 22 ára.

Þetta er í 3. skiptið sem Yoktuan tekur þátt í lokaúrtökumóti LPGA en henni hafði fram til þessa ekki tekist nema að vinna sér inn nema takmarkaðan þátttökurétt. Það er breytt nú og nú hefir hin thaílenska Yoktuan FULLAN keppnisrétt á sterkustu mótaröð heims.

Pavarisa Yoktua hefir 3 sinnum sigrað á tælenska LPGA og hún gerðist atvinnumaður í golfi 2012.

Hún varð í 2. sæti á tælenska peningalistanum árið 2015.

Hún hefir líka unnið á kínverska LPGA þ.e. CLPGA árið 2014.

Yoktuan segir að upphaldsgolfmóment hennar hafi verið að fylgjast með löndu sinni Pornanong Phatlum sigra á Dubai Ladies Masters.

Yoktuan er afar hjátrúarfull í golfinu. Það birtist m.a. í því að fyrir keppnishringi með oddatölu þá æfir hún aðeins með kylfum með oddatölu og þegar keppnisdagarnir eru sléttir þ.e. 2. hringur og lokahringurinn þá æfir hún sig með kylfum með sléttum tölum.

Yoktuan segir að uppáhaldskylfingur sinn sé norska frænka okkar Suzann Pettersen.