Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 19. 2017 | 18:00

Nýju stúlkurnar á LPGA: Nicole Broch Larsen (29/54)

Þann 30. nóvember – 4. desember 2016 fór fram 3. stigs mót LPGA, lokaúrtökumót um hverjar 20 myndu hljóta fullan keppnisrétt á LPGA keppnistímabilið 2016-2017 og hvaða keppendur hlytu takmarkaðan keppnisrétt þ.e. þær sem voru í sætum 21-45 og þær sem jafnar voru í 45. sætinu eða T-45.

155 þátttakendur voru að þessu sinni.

Nú hafa 28 stúlkur verið kynntar sem rétt sluppu inn á LPGA og eru með takmarkaðan keppnisrétt 2017.

Nú næst verða þær sem deildu 24. sætinu, en það voru 3 stúlkur sem allar léku á samtals 2 undir pari, 358 höggum: áhugamaðurinn Bronte Law (75 68 73 70 72);  Aditi Ashok frá Indlandi (73 70 71 71 73) og hin danska Nicole Broch Larsen (69 78 66 69 76).

Byrjað verður á að kynna Nicole Broch Larsen.

Nicole Broch Larsen fæddist 14. maí 1993 í Danmörku.

Hún var m.a. í sigurliði Evrópu í Vagliano Trophy árið 2013.

Árið 2015 vann Broch Larsen annan af tveimur sigrum hennar á atvinnukvenmótaröðunum; hún vann fyrsta sigur sinn á LET á Helsingborg Open 2015. Eins náði hún besta árangri sínum á risamóti 2015 en það var T-11 árangur á Evian Championship.

Það ár var 2015. hún valin LET leikmaður ársins.

Í fyrra, 2016 sigraði Broch Larsen síðan á Symetra Tour, þ.e. Symetra Tour Championship

Hún er nú komin með takmarkaðan spilarétt á sterkustu kvenmótaröð heims.