Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 11. 2016 | 18:00

Nýju stúlkurnar á LPGA 2016: Holly Clyburn (34/49)

Lokaúrtökumót LPGA, möo Q-school LPGA fór fram 30. nóvember – 6. desember 2015.

Mótið fór venju skv. fram á LPGA International á Daytona Beach í Flórída.

Tuttugu stúlkur hlutu kortið sitt á LPGA í gegnum Q-school og þær sem urðu í 21. – 45 + þ.e., þær sem urðu í 21.-45. sæti eða jafnar í síðarnefnda sætinu hlutu takmarkaðan þátttökurétt í mótum LPGA.

Alls hlutu 49 stúlkur þátttökurétt á LPGA; 20 fullan þátttökurétt og 29 takmarkaðan.

Alls hafa 32 stúlkur verið kynntar og nú verða kynntar þær sem deildu 15. sætinu. Pannarat Thanapolboonyaras, frá Thaílandi og Lindy Duncan, frá Bandaríkjunum hafa þegar verið kynntar og eftir er að kynna Bertine Strauss, frá Suður-Afríku og Holly Clyburn, frá Englandi.

Sjá má eldri kynningu Golf 1 á Holly með því að SMELLA HÉR