Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 15. 2017 | 18:00

Nýju stúlkurnar á LPGA: Emily Tubert (25/54)

Þann 30. nóvember – 4. desember 2016 fór fram 3. stigs mót LPGA, lokaúrtökumót um hverjar 20 myndu hljóta fullan keppnisrétt á LPGA keppnistímabilið 2016-2017 og hvaða keppendur hlytu takmarkaðan keppnisrétt þ.e. þær sem voru í sætum 21-45 og þær sem jafnar voru í 45. sætinu eða T-45.

155 þátttakendur voru að þessu sinni.

Nú hafa 20 stúlkur verið kynntar sem rétt sluppu inn á LPGA og eru með takmarkaðan keppnisrétt 2017.

Í gær var byrjað að kynna þær sem voru jafnar í 29. sæti en það eru: Jenny Coleman; Emily Tubert; Brittany Benvenuto; Daniela Darquea; Mina Harigae og Lauren Kim.

Þær léku allar á samtals sléttu pari, 360 höggum.

Mina Harigae, Lauren Kim, Daniela Darquea og Brittany Benvenuto hafa þegar verið kynntar, en í kvöld verður Emily Tubert kynnt.

Emily Tubert fæddist 15. maí 1992 í Burbank, Kaliforníu og er því 24 ára.

Hún byrjaði að spila golf 13 ára.   Meðal áhugamála Emily er að vera í ræktinni, næringafræði, verja tíma með fjölskyldu og vinum, matreiðsla og stangveiði.

Árið 2015 spilaði Tubert á Symetra Tour, en það var nýliðaár hennar á mótaröðinni – tók þátt í 19 mótum og komst gegnum niðurskurð í 16 þeirra. Þar af átti hún einn topp-10 árangur, þ.e. varð T-8 á Chico’s Patty Berg Memorial.

Hápunktar á ferli Emily eru annars eftirfarandi:

Hún varð meistari á U.S. Women’s Amateur Public Links,  (2010)
Hún varð þrívegis Collegiate All-American (2011, 2012, 2013)
Var í liði Bandaríkjanna í Curtis Cup (2012)
Tók þátt í U.S. Women’s Open risamótinu (2013)
LPGA Qualifying Tournament Stage I sigurvegari (2014)
Sigraði á Arizona Women’s Open (2014)
Tók þátt í Big Break Myrtle Beach

Komast má á facebook síðu Emily með því að SMELLA HÉR: 

Nú er Tubert komin með takmarkaðan spilarétt á LPGA, bestu kvenmótaröð heims.