Ragnheiður Jónsdóttir | september. 2. 2015 | 14:00

Nýju stúlkurnar á LPGA: Alison Lee (45/45)

Nú hafa allar stúlkurnar verið kynntar sem urðu í 3.-45. sætinu á lokaúrtökumóti LPGA, sem fram fór 3.-7. desember 2014.

Þær sem eru í 1.-20. sæti eru með fullan spilarétt en hinar sem urðu í 21.-45. sæti með takmarkaðan spilarétt.

Lokaúrtökumótið fór fram á Hill og Jones golfvöllunum á LPGA International, á Daytona Beach, í Flórída.

Nú á aðeins eftir að kynna þær tvær stúlkur, sem deildu efsta sætinu og hafa svo sannarlega slegið í gegn á þessu keppnistímabili þær Minjee Lee frá Ástralíu og hina bandarísku Alison Lee. Minjee hefir þegar verið kynnt þannig að nú á bara eftir að kynna Alison.

Báðar léku þær á 10 undir pari, 350 höggum; Alison sem kynnt verður í dag á (71 70 67 70 72).

Alison Lee er af kóreönsku bergi brotin en fæddist í borg englanna, Los Angeles 26. febrúar 1995 og er því 20 ára og ólst upp í Suður-Kaliforníu.

Hún var þegar sem unglingur orðin stjarna – byrjaði 6 ára í golfi og sigraði í 9 AJGA mótum og hlaut  All-American honors á AJGA sex ár í röð. (2008-2013).

M.a. var hún á þessum tíma þrisvar sinnum í Junior Solheim liði Bandaríkjanna og í öll skiptin sigruðu Bandaríkin og hún var tvívegis í Junior Ryder Cup Team.   Meðal annars varð hún í 26. sæti á US Women’s Open risamótinu 2009; þá 14 ára.

Árið 2013 innritaðist Alison í UCLA þar sem hún varð strax mikil stjarna í háskólagolfinu.  Hún vann m.a. ANNIKA award fyrir að vera besti kvenkylfingurinn í bandaríska háskólagolfinu 2013. Hún varð 2014 PAC-12 nýliðaverlaunin 2014 og setti met fyrir lægsta skor í sögu UCLA.

Lee spilaði líka í  2014 Curtis Cup, þar sem árangur hennar var 3-1-1 .

Á 2. ári sínu í háskóla hélt hún áfram að vera ein af bestu kylfingum í Bandaríkjunum og varð m.a. PAC-12 kylfingur mánaðarins bæði í september og nóvember.

Í desember 2014 fór hún í Q-school LPGA með þeim árangri að hún nældi sér í 1. sætið, hætti í skóla og gerðist atvinnumaður með fullan keppnisrétt á sterkustu kvenmótaröð heims, LPGA.  Hér er á ferð stjarna í bandaríska kvennagolfinu!!!