Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 16. 2019 | 10:00

Nýju stúlkurnar á LPGA 2019: Jaclyn Lee (53/58)

Hér verða líkt og á undanförnum árum kynntar þær stúlkur sem hlutu kortin sín á LPGA fyrir 2019 keppnistímabilið. Þetta eru þær sem urðu í 45. sæti eða voru jafnar í 45. sæti á lokaúrtökumóti LPGA og efstu 10 á peningalista 2. deildarinnar þ.e. Symetra Tour.

Í ár voru 48 stúlkur sem komust á LPGA gegnum lokaúrtökumótið og síðan einnig þær 10, sem efstar urðu á peningalista Symetra Tour eða alls 58 stúlkur.

Hér hafa 10 efstu á peningalista Symetra Tour verið kynntar sem og þær sem jafnar voru í 45. sætinu á lokaúrtökumóti LPGA, en það eru þær Karen Chung, frá Bandaríkjunum; P.K. Kongkraphan frá Thaílandi; Louise Strahle frá Svíþjóð og Robyn Choi frá Ástralíu.

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir tók þátt í lokaúrtökumóti LPGA en varð ekki meðal efstu 45 og náði því ekki að endurnýja kortið sitt og fastan keppnisrétt á LPGA næsta keppnistímabil.

Það voru 6 stúlkur, sem deildu 39. sætinu og hafa þær einnig verið kynntar en það eru: Lee Lopez, Sandra Changkija, Lauren Coughlin og Stephanie Kono frá Bandaríkjunum; Pajaree Anannarukarn frá Thaílandi og Guilia Molinaro frá Ítalíu. Þessar 6 léku allar á samtals 9 yfir pari á lokaúrtökumótinu, hver. Síðan hafa þær sem deildu 36. sætinu verið kynntar en það eru: Suzuka Yamaguchi frá Japan; Louise Ridderström frá Svíþjóð og Sophia Popov frá Þýskalandi, en þær léku á samtals 8 yfir pari. Eins hafa þær 3 verið kynntar sem deildu 33. sætinu og léku á samtals 7 yfir pari en það eru Dori Carter og Lori Beth Adams frá Bandaríkjunum og Laetitia Beck frá Ísrael og sú sem var ein í 32. sætinu og lék á samtals 6 yfir pari, en það er María Fassi, frá Mexíkó.

Þær stúlkur sem deildu 27. sætinu á samtals 5 yfir pari voru Kristy McPherson, Cheyenne Knight, Sara Burnham og Lilia Vu frá Bandaríkjunum og Lily Muni He frá Kína. Síðan deildu 4 23. sæti á samtals 4 yfir pari hver, þ.e. þær Gemma Dryburgh, frá Skotlandi; Jing Yan og Xiyu Lin frá Kína og Lauren Kim frá Bandaríkjunum. Þær hafa allar verið kynntar.

Þrjár stúlkur deildu 20. sætinu, allar á samtals 3 yfir pari en það voru: Maddie McCrary, og Alana Uriell frá Bandaríkjunum og Jenny Haglund frá Svíþjóð.

Þær, sem deildu 15. sætinu, allar á samtals 2 yfir pari, voru: Alison Lee, Clariss Guce og Katie Burnett, frá Bandaríkjunum, hin hollenska Anne Van Dam og Tiffany Chan frá Hong Kong. Þær hafa allar verið kynntar ásamt Kristen Gillman og Youngin Chun frá frá Bandaríkjunum sem deildu 13. sætinu, allar á samtals 1 yfir pari, hver.

Það voru danska stúlkan Nanna Koertz Madsen og Kim Kaufmann frá Bandaríkjunum, sem deildu 11. sætinu, en báðar léku á samtals 2 undir pari. Becca Huffer varð ein í 10. sæti, en hún lék á samtals 3 undir pari. Allar framangreindar hafa verið kynntar.

Það voru kanadíski kylfingurinn Anne-Catherine Tanguay og bandaríski kylfingurinn Lauren Stephenson, sem deildu 8. sætinu en báðar léku þær á samtals 4 undir pari, á lokaúrtökumótinu, hvor. Allar framangreindar hafa verið kynntar og eins sú sem var ein í 7. sæti en það var Jackie Stoelting, sem lék hringina 6 á samtals 6 undir pari.

Í dag verður kynnt sú stúlka sem hafnaði ein í 6. sæti en það var Jaclyn Lee.

Jaclyn Lee er 21 árs frá Calgary í Kanada, fædd 7. maí 1997.

Í heimalandi sínu er Lee í Glencoe Golf and Country Club. Eins hefir hún tvívegis orðið meistari áhugamanna í Alberta ríki.  Hún þykir meðal 20 bestu kanadísku kvenkylfinganna skv. nýlegri viðtalsgrein við Jaclyn Lee sem sjá má með því að SMELLA HÉR: 

Hún var efstubekkingur í Ohio State University þar sem hún lagði stund á fjármálafræði.

Hún var ein af 11 áhugamönnum, sem léku í lokaúrtökumótinu.

Árið 2018 var Lee útnefnd WGCA Second Team All-American og var f.h. liðs Ohio State, þ.e. The Buckeyes í the First-Team All-Big Ten team.

Sem næstefstubekkingur (junior) vann Lee þrívegis í einstaklingskeppnum og sem efstubekkingur vann hún East & West Match Play Challenge í september.

Í 4. fyrstu mótunum náði Lee glæsilegum árangri m.a. varð hún T35 í 2018 Meijer LPGA Classic þar sem hún keppti í boði styrktaraðila.

Jaclyn Lee er í golflandsliði Kanada.