Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 20. 2017 | 10:00

Nýju stúlkurnar á LPGA 2018: Pannarat Thanapoolboonyaras (9/49)

Það voru 49 stúlkur sem hlutu spilarétt á LPGA mótaröðina 2018 í gegnum lokaúrtökumót LPGA sem fram fór á LPGA International vellinum í Flórída dagana 28. nóvember – 3. desember s.l.

Það voru 29 sem hlutu takmarkaðan spilarétt og 20 efstu stúlkurnar sem hlutu kortið sitt á LPGA þ.e. fullan þátttökurétt í öllum mótum LPGA 2018.

Venja hefir verið undanfarin ár að kynna „nýju“ stúlkurnar á LPGA og líkt og áður verður byrjað að kynna þær sem rétt sluppu inn á mótaröðina og hlutu takmarkaðan spilarétt endað á þeirri sem sigraði í lokaúrtökumótinu, en það var japanska stúlkan Nasa Hataoka.

Nú verða kynntar þær 13 stúlkur, sem deildu 32. sætinu og hlutu takmarkaðan spilarétt og í dag verður Pannarat Thanapoolboonyaras  frá Thaílandi kynnt, en þrjár fyrstu af stúlkunum 13, Dottie Ardina frá Filippseyjum, kanadíska stúlkan Maude Aimee Leblanc og Camilla Lennarth frá Svíþjóð hafa þegar verið kynntar.

Pannarat Thanapoolboonyaras fæddist 29. desember 1997 og er því 19 ára.  Hún er 1,68 m á hæð.

Pannarat byrjaði að spila golf 8 ára. Hún segir fjölskyldu sína hafa haft mest áhrif á feril sinn.

Uppáhaldsleið Pannarat til þess að halda sér í formi er að fara í ræktina.

Pannarat var T-15 á lokaúrtökumóti LPGA árið 2015 (þá 17 ára) og ávann sér því fullan keppnisrétt á LPGA 2016 og var yngst allra á mótaröðinni það ár.

Árið þar áður 2015 lék Pannarat á kínverska og thaílenska LPGA.

Árið 2015 lék Pannarat í 5 mótum á thaílenska LPGA og var T-13 á thaílenska stigalistanum.

Hún náði árið 2016 niðurskurði 7 sinnum af 18 mótum sem hún spilaði í á LPGA og náði því ekki að endurnýja kortið sitt 2017.

Besti árangur hennar var T-22 árangur á Manulife LPGA Classic mótinu árið 2016.

Nú árið 2018 er Pannarat með takmarkaðan spilarétt á LPGA.