Nýju stúlkurnar á LPGA 2018: Kassidy Teare (39/49)
Það voru 49 stúlkur sem hlutu spilarétt á LPGA mótaröðina 2018 í gegnum lokaúrtökumót LPGA sem fram fór á LPGA International vellinum í Flórída dagana 28. nóvember – 3. desember s.l.
Það voru 29 sem hlutu takmarkaðan spilarétt og 20 efstu stúlkurnar sem hlutu kortið sitt á LPGA þ.e. fullan þátttökurétt í öllum mótum LPGA 2018.
Venja hefir verið undanfarin ár að kynna „nýju“ stúlkurnar á LPGA og líkt og áður verður byrjað að kynna þær sem rétt sluppu inn á mótaröðina og hlutu takmarkaðan spilarétt endað á þeirri sem sigraði í lokaúrtökumótinu, en það var japanska stúlkan Nasa Hataoka.
Nú verður tekið til við að kynna þær 20 stúlkur sem hlutu fullan spilarétt og kortið sitt á LPGA. Búið er að kynna Maríu Torres, sem varð svo sannarlega að berjast fyrir veru sinni á LPGA og hafði betur í bráðabana gegn tveimur öðrum og var ein í 20. sæti. Eins er búið að kynna þær 4, sem deildu 16. sætinu: Briönnu Do, Celine Herbin, Dani Holmqvist og Jessy Tang; sem og þær sem deildu 13. sætinu: Laetitiu Beck frá Ísrael, Cindy Lacrosse frá Bandaríkjunum og Gemmu Dryburgh frá Skotlandi.
Hafist hefir verið handa að kynna þær 3 sem deildu 10. sætinu: Caroline Inglis, Kassidy Teare og Marissu Steen frá Bandaríkjunum. Þær léku allar á samtals 5 undir pari, 355 höggum, hver. Byrjað var á að kynna Marissu Steen og í dag er það Kassidy Teare.
Kassidy Teare er 23 ára frá Vista í Kaliforníu. Hún byrjaði að spila golf 6 ára. Hún tók aldrei þátt í neinum mótum sem barn og unglingur á vegum bandaríska golfsambandsins (AJGA). Í menntaskóla spilaði Teare hafnarbolta.
Teare spilaði í bandaríska háskólagolfinu með liði Long Beach State University, þaðan sem hún útskrifaðist 2016 með gráðu í hönnun (iðnhönnun og innanhúshönnun). Sjá má um afrek Kassidy í háskólagolfinu með því að SMELLA HÉR:
Meðal hápunkta á áhugamannsferli Teare er eftirfarandi:
*2016 Big West leikmaður ársins
*Á skólametið í -16 af 54 holu samkeppni
2015 Century Club Long Beach State íþróttamaður ársins
2015 Ron Moore Intercollegiate meistari
Eftir útskrift í háskóla var Kassidy ráðin sem aðstoðarþjálfari háskólaliðs síns – Sjá um ráðningu hennar með því að SMELLA HÉR:
Kassidy var nýliði á Symetra Tour árið 2017 og náði niðurskurði í 14 af 19 mótum, sem hún spilaði í, þar af var hún með 2 topp-10 árangra.
Þegar ljóst var að Teare hefði unnið sér inn fullan spilarétt og kortið sitt á LPGA sagði hún:
„Þetta er draumur sem rættist og eins væmið og það hljómar þá er það bara nákvæmlega tilfinningin. Ég hef viljað þetta allt frá því ég var lítil, mig hefir langað til þessa í gegnum öll háskólaárin og þetta ár mitt á Symetra Tour hefir undirbúið mig. Ég er svo spennt að byrja nýja árið (2018).”’
Meðal áhugamála Teare eru iðnaðarhönnun, listir, gamanleikir og að fara á ströndina.
Komast má á facebook síðu Teare með því að SMELLA HÉR:
og á Twitter síðu hennar með því að SMELLA HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
