Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 14. 2017 | 10:00

Nýju stúlkurnar á LPGA 2018: Camilla Lennarth (7/49)

Það voru 49 stúlkur sem hlutu spilarétt á LPGA mótaröðina 2018 í gegnum lokaúrtökumót LPGA sem fram fór á LPGA International vellinum í Flórída dagana 28. nóvember – 3. desember s.l.

Það voru 29 sem hlutu takmarkaðan spilarétt og 20 efstu stúlkurnar sem hlutu kortið sitt á LPGA þ.e. fullan þátttökurétt í öllum mótum LPGA 2018.

Venja hefir verið undanfarin ár að kynna „nýju“ stúlkurnar á LPGA og líkt og áður verður byrjað að kynna þær sem rétt sluppu inn á mótaröðina og hlutu takmarkaðan spilarétt endað á þeirri sem sigraði í lokaúrtökumótinu, en það var japanska stúlkan Nasa Hataoka.

Nú verða kynntar þær 13 stúlkur, sem deildu 32. sætinu og hlutu takmarkaðan spilarétt og í dag verður Camilla Lennarth kynnt, en sú fyrsta af stúlkunum 13, kanadíska stúlkan Maude Aimee Leblanc, hefir þegar verið kynnt.

Camilla Lennarth fæddist 16. júní 1988 og er því 29 ára.

Hún er 1,75 m á hæð, ljóshærð og með grænblá augu.

Sem unglingur tók hún m.a. þátt í Junior Ryder Cup í sigurliði Evrópu, 2004.

Hún gerðist atvinnumaður í golfi 2012.

Árið eftir, þ.e. 2013 flaug hún inn á LET og hlaut fullan spilarétt LET og má sjá eldri kynningu Golf 1 á henni þá með því að SMELLA HÉR: 

Camilla hefir aðallega spilað í Evrópu, en er nú komin með takmarkaðan spilarétt á mótaröð bestu kvenkylfinga heims, LPGA, 2018.

Camilla hefir sigrað 1 sinni á LET en það var árið 2014 þegar hún sigraði í Ladies Slovak Open.

Helstu áhugamál Camillu eru ræktin og verslunarferðir.

Camilla hefir verið valin ein af fegurstu kylfingum allra tíma og má sjá myndskeið með myndum af henni með því að SMELLA HÉR: