Nýju stúlkurnar á LPGA 2017: Regan de Guzman (41/54)
Þann 30. nóvember – 4. desember 2016 fór fram 3. stigs mót LPGA, lokaúrtökumót um hverjar 20 myndu hljóta fullan keppnisrétt á LPGA keppnistímabilið 2016-2017 og hvaða keppendur hlytu takmarkaðan keppnisrétt þ.e. þær sem voru í sætum 21-45 og þær sem jafnar voru í 45. sætinu eða T-45.
155 þátttakendur voru að þessu sinni.
Nú hafa þær stúlkur verið kynntar sem rétt sluppu inn á LPGA og eru með takmarkaðan keppnisrétt 2017.
Nú næst verða þær ótrúlegu heppnu, sem deildu 14. sætinu og hlutu kortið sitt og FULLAN keppnisrétt á LPGA kynntar – en allar léku þær á samtals 5 undir pari, 355 höggum.
Þetta er þær Katherine Perry frá Bandaríkjunum (74 70 70 71 70); Dani Holmqvist frá Svíþjóð (71 70 71 72 71); Regan De Guzman frá Filippseyjum (71 68 70 74 72); Dori Carter frá Bandaríkjunum (75 69 74 63 74) og Nasa Hataoka frá Japan (68 65 69 75 78).
Allar ofangreindu hafa verið kynntar nema Regan de Guzman frá Filippseyjum og verður hún kynnt í kvöld
Regan De Guzman öðru nafni Regina De Ocampo De Guzman fæddist 12. febrúar 1992 í Metro, Manila á Filippseyjum og er því 24 ára.
Hún lék í bandaríska háskólagolfinu með liði San Jose State Spartans á árunum 2012-2016 og má sjá afrek hennar þar með því að SMELLA HÉR:
Hún útskrifaðist með gráðu í samskiptafræðum (ens. Communications) vorið 2016 og er nú þegar í fyrstu tilraun komin á LPGA með fullan spilarétt.
Meðal áhugamála utan golfsins hjá Regan er að spila á píanó og gítar, skrifa lög og köfun.
Komast má á Twitter síðu Regan með því að SMELLA HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
