Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 7. 2017 | 18:00

Nýju stúlkurnar á LPGA 2017: Min G Kim (17/54)

Þann 30. nóvember – 4. desember 2016 fór fram 3. stigs mót LPGA, lokaúrtökumót um hverjar 20 myndu hljóta fullan keppnisrétt á LPGA keppnistímabilið 2016-2017 og hvaða keppendur hlytu takmarkaðan keppnisrétt þ.e. þær sem voru í sætum 21-45 og þær sem jafnar voru í 45. sætinu eða T-45.

155 þátttakendur voru að þessu sinni.

Nú hafa allar verið kynntar sem voru í 40.-54. sæti.

Í dag verður tekið til við að kynna þær sem voru jafnar í 35. sæti en það eru: Britney Yada; Jessy Tang; Katelyn Dambaugh; Prima Thammaraks og Min-G Kim.

Þær léku allar á samtals 1 yfir pari, 361 höggi.

Prima Thammaraks hefir þegar verið kynnt og í dag er það Min G Kim

Min G Kim fæddist í Suður-Kóreu en fluttist til Filippseyja þegar hún var 2 ára og bjó þar til 11 ára aldurs eða í 9 ár.

Min G segir uppáhaldskylfinga sína vera: Tiger Woods, Ricky Fowler, Anniku Sörenstam, og Lorenu Ochoa.

Fræðast má meira um Min G á facebook síðu hennar sem komast má á með því að SMELLA HÉR: 

Hún hefir m.a. unnið sér inn 67 sigurbikara í golfinu.

Áhugamálinu utan golfsins er lestur góðra bóka.

Sjá má golfsveiflu Min G með því að SMELLA HÉR: