Nýju stúlkurnar á LPGA 2017: Mel Reid (45/54)
Þann 30. nóvember – 4. desember 2016 fór fram 3. stigs mót LPGA, lokaúrtökumót um hverjar 20 myndu hljóta fullan keppnisrétt á LPGA keppnistímabilið 2016-2017 og hvaða keppendur hlytu takmarkaðan keppnisrétt þ.e. þær sem voru í sætum 21-45 og þær sem jafnar voru í 45. sætinu eða T-45.
155 þátttakendur voru að þessu sinni.
Næst verða þær kynntar, sem deildu 8. sætinu og hlutu kortið sitt og FULLAN keppnisrétt á LPGA, en það eru enski kylfingurinn Mel Reid (69 64 75 72 72); danski kylfingurinn Therese O´Hara (75 70 73 68 66) og kanadíski kylfingurinn Jennifer Ha (70 74 69 67 72).
Allar léku þær á samtals á 8 undir pari 352 höggum.
Í dag verður byrjað að kynna Solheim Cup kylfinginn enska Mel Reid.

Melissa Reid
Melissa (Mel) Reid er fædd í Derby, Englandi, 19. september 1987 og er því 29 ára.
Sem áhugamaður sigraði Reid mörg mót þ.á.m. English Girls’ Championship,2004 og 2005 ; Helen Holm Trophy 2006 og 2007, the St Rule Trophy 2007, the British Amateur Strokeplay Championship 2007. Reid var í liði Breta&Íra í Curtis Cup 2006. Hún var jafnframt sá áhugamaður sem var með lægsta skorið á Opna breska kvenrisamótinu (Women´s British Open) árið 2007, en Reid varð T-16. Besti árangur Reid í risamóti er einmitt í Women´s British Open 2015 en þá varð hún T-9.
Reid gerðist atvinnumaður í golfi 2007. Hún komst ekki í gegnum Q-school LET á Ítalíu 2007 en hóf að spia á LET 2008 í boði styrktaraðila. Eftir að ná 3. sætinu á Opna austurríska snemma í febrúar 2008 varð hún á topp-20 peningalistans og fékk að spila í öllum mótum það sem eftir var tímabilsins. Hún lauk keppni árið 2008 í 12. sæti peningalistans og var valinn nýliði ársins á LET 2008.

Melissa Reid sigurvegari á Turkish Airlines Open 2015. Mynd: Tristan Jones
Reid hefir síðan þá sigrað 5 sinnum á LET. Fyrsti sigur hennar kom 2010 á Turkish Airlines Ladies Open. Eftir það sigraði hún tvívegis 2011: á Deloitte Ladies Open, 5. júní 2011 og Open De España Femenino, 18. september 2011. Hún tryggði sér þar með sæti í fyrsta skipti í Solheim Cup liði Evrópu 2011, en það ár sigraði lið Evrópu. Hún hefir síðan verið með í Solheim Cup; var með 2013 og 2015 og sagði í nýlegu viðtali að hún stefndi á að komast í Solheim Cup lið Evrópu að nýju 2017 en í ár fer Solheim Cup fram í Bandaríkjunum, nánar tiltekið 18-20. ágúst í Des Moines Golf and Country Club í Vestu Des Moines, Iowa.
Næsti sigur Reid kom 24. júní 2012 en það var á Raiffeisenbank Prague Golf Masters. Síðan þá hefir Reid sigrað 1 sinni á LET þ.e. að nýju á Turkish Airlines Ladies Open 20. maí 2015.
Sjá má ágætis viðtal við Reid frá því í fyrra í Golf Punk, þ.e. 5. maí 2016 – Sjá nánar með því að SMELLA HÉR: en í myndatökum fyrir blaðið sat hún m.a. fyrir á nærfötunum. Sjá m.a. hér að neðan

Mel Reid
Það sorglegasta í lífi Reid er að móðir hennar Joy dó í umferðarslysi í maí 2012 nálægt München í Þýskalandi þegar hún ferðaðist til að horfa á dóttur sína keppa í LET móti. Mel Reid sneri fljótt aftur í golfið í frammistaða hennar dalaði fljótt. Í september 2015 sagði Reid í viðtali við ESPN að líf hennar hefði verið „í rusli … ég var ekki að höndla þetta. Ég var í uppreisn. Ég varði tíma með fólki sem var í partýstandi. Ég ýtti á sjálfseyðingar-takkann. Ég var með fullt af fólki en ég var einmana.“
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
