Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 8. 2016 | 18:00

Nýju stúlkurnar á LPGA 2017: Krista Puisite (2/54)

Þann 30. nóvember – 4. desember fór fram 3. stigs mót LPGA, lokaúrtökumót um hverjar 20 myndu hljóta fullan keppnisrétt á LPGA keppnistímabilið 2016-2017 og hvaða keppendur hlytu takmarkaðan keppnisrétt þ.e. þær sem voru í sætum 21-45 og þær sem jafnar voru í 45. sætinu eða T-45.

155 þátttakendur voru að þessu sinni.

10 stúlkur voru jafnar í 44. sæti og hljóta allar takmarkaðan spilarétt. Þetta voru þær: Brianna Do, Augusta James, Emily Collins, Caroline Inglis, Allyssa Ferrell, Haeji Kang, Benyapa Niphatsophon, Alejandra Llaneza, Hannah Burke, Celine Boutier og Krista Puisite.

Allar léku þær á 3 undir pari, 363 höggum.

Brianna Do var kynnt í gær og í dag verður Krista Puisite kynnt til sögunnar.

Krista Puisite

Krista Puisite

Krista Puiste fæddist 1991 í Riga, Lettlandi og er því 25 ára.  Henni var gefið fyrsta golfsettið 9 ára af pabba sínum, sem hafði byrjað í golfinu nokkrum árum áður, en hún var ekkert ánægð með gjöfina því hún hafði engan áhuga á golfi. Áhuginn kom bara smátt og smátt og 12 ára var hún farin að keppa í Lettlandi og 13 ára á alþjóðavísu. Í Riga þar sem Krista býr er aðeins 1 18 holu golfvöllur Oso-golfvöllurinn.

Krista var í liði Texas State 2010-2013 og liðsfélagi Valdísar Þóru Jónsdóttur, atvinnukylfings úr GL, en sjá má afrek Kristu í bandaríska háskólagolfinu með því að SMELLA HÉR:  Eftirminnilegt er að hún vann einstaklingskeppnina í Mary Fossum Intercollegiate mótinu.

Krista tók einnig þátt í Big Break Myrtle Beach Golfraunveruleikaþáttunum í bandarísku sjónvarpi í október 2014. Sjá má kynningu á Kristu með því að SMELLA HÉR: 

Í fyrra, 2015 lék Krista á Symetra Tour sem er 2. deildin í bandarísku golfi.

Krista var mjög ánægð með að hafa sloppið inn á LPGA og hlotið takmarkaðan spilarétt en hún tvítaði í lok lokaúrtökumótsins: „After 5 long days of golf I’m very happy to have earned conditional LPGA card for 2017!!! 👯⛳️❤️ HUGE thanks… http://fb.me/7otI6IcTK  (Lausleg þýðing: Eftir 5 langa daga er ég mjög ánægð að hafa unnið mér inn takmarkaðan spilarétt og kortið mitt á LPGA fyrir 2017! RISA þakkir  ….

Golfbeauty Krista Puisite

Golfbeauty Krista Puisite