Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 29. 2017 | 18:00

Nýju stúlkurnar á LPGA 2017: Katherine Perry (39/54)

Þann 30. nóvember – 4. desember 2016 fór fram 3. stigs mót LPGA, lokaúrtökumót um hverjar 20 myndu hljóta fullan keppnisrétt á LPGA keppnistímabilið 2016-2017 og hvaða keppendur hlytu takmarkaðan keppnisrétt þ.e. þær sem voru í sætum 21-45 og þær sem jafnar voru í 45. sætinu eða T-45.

155 þátttakendur voru að þessu sinni.

Nú hafa þær stúlkur verið kynntar sem rétt sluppu inn á LPGA og eru með takmarkaðan keppnisrétt 2017.

Nú næst verða þær ótrúlegu heppnu, sem deildu 14. sætinu og hlutu kortið sitt og FULLAN keppnisrétt á LPGA kynntar – en allar léku þær á samtals 5 undir pari, 355 höggum.

Þetta er þær Katherine Perry frá Bandaríkjunum (74 70 70 71 70); Dani Holmqvist frá Svíþjóð (71 70 71 72 71); Regan De Guzman frá Filippseyjum (71 68 70 74 72); Dori Carter frá Bandaríkjunum (75 69 74 63 74) og Nasa Hataoka frá Japan (68 65 69 75 78).

Dani Holmqvist og Dori Carter hafa þegar verið kynntar og í kvöld er það Katherine Perry frá Bandaríkjunum.

Katherine Perry fæddist 28. apríl 1992 og er því 24 ára. Foreldrar hennar eru David og Cheryl Perry. Katherine er frá bænum Cary í Norður-Karólínu. Hún lék golf í menntaskóla með liði Athens Drive High School.

Síðan var Katherine í bandaríska háskólagolfinu; lék með liði University of North Carolina 2010-2012.

Sjá má afrek hennar í bandaríska háskólagolfinu með því að SMELLA HÉR: