Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 3. 2017 | 18:00

Nýju stúlkurnar á LPGA 2017: Cindy LaCrosse (13/54)

Þann 30. nóvember – 4. desember fór fram 3. stigs mót LPGA, lokaúrtökumót um hverjar 20 myndu hljóta fullan keppnisrétt á LPGA keppnistímabilið 2016-2017 og hvaða keppendur hlytu takmarkaðan keppnisrétt þ.e. þær sem voru í sætum 21-45 og þær sem jafnar voru í 45. sætinu eða T-45.

155 þátttakendur voru að þessu sinni.

40 stúlkur voru jafnar í 40. sæti og hljóta allar takmarkaðan spilarétt. Þetta voru þær: Justine Dreher, Budsabakorn Sukapan, Cindy LaCrosse og Ji-Young Oh

Allar léku þær á 2 yfir pari, 362 höggum.

Af ofangreindum 4 stúlkum, sem hlutu takmarkaðan spilarétt á LPGA hefir Budsabakorn Sukapan frá Thaílandi þegar vegið kynnt og í dag verður Cindy LaCrosse kynnt.

Cindy LaCrosse  er fædd 21. apríl 1987 í Tampa, Flórída og er því 29 ára. Hún er dóttir Doug og Pam LaCrosse, en pabbi hennar Doug spilaði í bandaríska háskólagolfinu með liði University of South Florida.

LaCrosse býr í Tampa, Florida.

Hún lék, líkt og pabbi hennar, í bandaríska háskólagolfinu, lék með golfliði University of Louisville og úrskrifaðist með gráðu í íþróttastjórnsýslu (ens.:sports administration).

LaCrosse gerðist atvinnumaður í golfi árið 2009,og komst þá þegar á Futures Tour þ.e. 21 janúar 2009.

Hún hefir unnið þrívegis á Futures Tour en allir sigrar hennar komu árið 2010: þ.e. á 28. mars 2010 á Riviera Nayarit Challenge; þann 1. ágúst 2010 á Alliance Bank Golf Classic og síðan 5. september 2010 Price Chopper Tour Championship.

Hún lék m.a. á  LPGA Championship 2011 og varð T-14 og komst þannig á LPGA í fyrsta sinn.

Nú 2016 hefir LaCrosse aðeins takmarkaðan spilarétt á LPGA.