Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 18. 2016 | 18:00

Nýju stúlkurnar á LPGA 2017: Budsabakorn Sukapan (12/54)

Þann 30. nóvember – 4. desember fór fram 3. stigs mót LPGA, lokaúrtökumót um hverjar 20 myndu hljóta fullan keppnisrétt á LPGA keppnistímabilið 2016-2017 og hvaða keppendur hlytu takmarkaðan keppnisrétt þ.e. þær sem voru í sætum 21-45 og þær sem jafnar voru í 45. sætinu eða T-45.

155 þátttakendur voru að þessu sinni.

40 stúlkur voru jafnar í 40. sæti og hljóta allar takmarkaðan spilarétt. Þetta voru þær: Justine Dreher, Budsabakorn Sukapan, Cindy LaCrosse og Ji-Young Oh

Allar léku þær á 2 yfir pari, 362 höggum.

Í dag verður byrjað á að kynna Budsabakorn Sukapan .

Budsabakorn Sukapan er 19 ára frá Thaílandi … og þegar komin á LPGA – hún varð í 2. sæti á lokaúrtökumóti LPGA í fyrra, 2015, en tókst aðeins að ná sér í takmarkaðan spilarétt að þessu sinni, ári síðar 2016.

Hún byrjaði að spila golf 9 ára og gerðist atvinnumaður aðeins 17 ára þ.e. 2014.

Þrátt fyrir ungan aldur á Budsabakorn þegar 2 alþjóðlega sigra í beltinu: Srixon Ladies Open og CTBC Ladies Open.

Á lokaúrtökumótinu var Budsabakorn með 3 glæsihringi undir 70 höggum.

Gælunafn Budsabakorn er Nookie.

Hún spilaði á 2 mótum á Thai LPGA árið 2015 og lauk keppni í 20. sæti á stigalistanum.

Húnv varð í 2. sæti á Thailand Ladies Masters, aðeins 2 höggum á eftir Pornanong Phatlum.