Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 12. 2016 | 18:00

Nýju stúlkurnar á LPGA 2017: Benyapa Niphatsophon (6/54)

Þann 30. nóvember – 4. desember fór fram 3. stigs mót LPGA, lokaúrtökumót um hverjar 20 myndu hljóta fullan keppnisrétt á LPGA keppnistímabilið 2016-2017 og hvaða keppendur hlytu takmarkaðan keppnisrétt þ.e. þær sem voru í sætum 21-45 og þær sem jafnar voru í 45. sætinu eða T-45.

155 þátttakendur voru að þessu sinni.

11 stúlkur voru jafnar í 44. sæti og hljóta allar takmarkaðan spilarétt. Þetta voru þær: Brianna Do, Augusta James, Emily Collins, Caroline Inglis, Allyssa Ferrell, Haeji Kang, Benyapa Niphatsophon, Alejandra Llaneza, Hannah Burke, Celine Boutier og Krista Puisite.

Allar léku þær á 3 undir pari, 363 höggum.

Brianna Do, Alejandra Llaneza, Celine Boutier, Hannah Burke og Krista Puisite hafa þegar verið kynntar til sögunnar og í dag verður Benyapa Niphatsophon kynnt.

Benyapa Niphatsophon

Benyapa Niphatsophon

Benyapa Niphatsophon er frá Thaílandi og fæddist í júní 1997 og er því 19 ára ung.

Hún tók í fyrsta skipti þátt í lokaúrtökumóti LPGA í fyrra og varð þá ein af 3 sem luku keppni í 19. sæti og varð því að spila bráðabana til að skera út um hver þeirra þriggja hlyti fastan keppnisrétt á LPGA.

Benyapa var annar lukkunar pamfíllinn og hlaut fullan keppnisrétt á LPGA í fyrstu tilraun, líkt og Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir.  Þess mætti geta að í ár, 2016, þurfti engan bráðabana til að skera úr um hver rétt næði 20. sætinu eins og í tilviki Benyöpu 2015.

Benyapa Niphatsophon segist hafa fengið áhuga á golfi eftir að hún horfði á Tiger og golf í sjónvarpinu.

Niphotsophon er oft kölluð „The gift“ eða „gjöfin“.

Niphotsophon hóf nú nýlega að spila við fyrrum LPGA kylfinginn Aree Song.

Hún var í 5. sæti meðal áhugamannanna á Thai LPGA 2015.

Niphotsophon segir uppáhaldskylfing sinn vera Lydiu Ko og segir uppáhaldslið sitt í enska boltanum vera Manchester United.

Það fyrsta sem hún gerði eftir að hún fékk kortið sitt á LPGA var að hringja í móður sína og þakka henni fyrir allan stuðninginn í gegnum ferilinn.

Henni finnst mest gaman að fá fólk til að brosa.

Nú í ár deilir hún hins vegar 44. sætinu, rétt sleppur inn á LPGA og fær aðeins takmarkaðan spilarétt á LPGA keppnistímabilið 2016-2017.