Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 11. 2016 | 18:00

Nýju stúlkurnar á LPGA 2017: Alejandra Llaneza (5/54)

Þann 30. nóvember – 4. desember fór fram 3. stigs mót LPGA, lokaúrtökumót um hverjar 20 myndu hljóta fullan keppnisrétt á LPGA keppnistímabilið 2016-2017 og hvaða keppendur hlytu takmarkaðan keppnisrétt þ.e. þær sem voru í sætum 21-45 og þær sem jafnar voru í 45. sætinu eða T-45.

155 þátttakendur voru að þessu sinni.

11 stúlkur voru jafnar í 44. sæti og hljóta allar takmarkaðan spilarétt. Þetta voru þær: Brianna Do, Augusta James, Emily Collins, Caroline Inglis, Allyssa Ferrell, Haeji Kang, Benyapa Niphatsophon, Alejandra Llaneza, Hannah Burke, Celine Boutier og Krista Puisite.

Allar léku þær á 3 undir pari, 363 höggum.

Brianna Do, Celine Boutier, Hannah Burke og Krista Puisite hafa þegar verið kynntar til sögunnar og í dag verður Alejandra Llaneza  kynnt.

Alejandra Llaneza er stórglæsileg

Alejandra Llaneza er stórglæsileg

Alejandra Llaneza fæddist í Mexíkó 31. maí 1988 og er því 28 ára. Hún er dóttir Jorge Llaneza og Ma. Concepcion Llaneza.

Alejandra byrjaði í golfi 6 ára.

Sveifluþjálfi hennar er Rafael Alarcon, sem einnig þjálfaði Lorenu Ochoa. Meðal áhugamála Alejöndru er að spila fótbolta, tennis og að fara í bíó með vinum. Alejandra var í háskólanum í Arizona og spilaði með golfliðinu þar í 4 ár.

Alejandra Llaneza

Alejandra Llaneza

Hápunktar á ferli Alejöndru eru eftirfarandi:

– Hún er fimmfaldur unglingameistari í golfi í Mexíkó.

– Hún varð í 3. sæti í Callaway Junior World Championship.

– Hún sigraði í Optimist International, árið 2006.

– Alejandra er í mexíkanska landsliðinu og tók þátt í World Amateur Golf Team Championships, árið 2008.

– Alejandra varð í 2. sæti í Canadian Amateur, árið 2008.

– Hún varð í 2. sæti í Dr. Donnis Thompson tournament, 2011 meðan hún var enn í University of Arizona.

– Árið 2008 var Alejandra tilnefnd til Pacific 10 Conference Honorable Mention.

– Alejandra sigraði á móti, sem haldið var í Wigwam, á Cactus Tour, árið 2011

Árin 2012-2014 spilaði Alejandra á Symetra Tour, sem er 2. deildin í kvennagolfinu í Bandaríkjunum. Þar varð hún 8 sinnum meðal efstu 10 í mótum sem hún tók þátt í.  Árið 2015 sigraði hún í móti á Symetra Tour en það var í 2015 Self Regional Healthcare Foundation Women’s Health Charity Classic mótinu.

Besti árangur Alejöndru í risamótum kvennagolfsins er T-12 árangur í Kingsmill risamótinu árið 2014.

Árið 2016 keppti Alejandra f.h. Mexíkó í golfi á Ólympíuleikunum.  Og nú 2016 er Alejandra komin með takmarkaðan spilarétt á sjálfri LPGA-mótaröðinni, þó hún hafi fyrst komist á mótaröðina, fyrir 3 árum, þ.e. árið 2013.