Ragnheiður Jónsdóttir | október. 14. 2016 | 18:00

Nýju stúlkurnar á LPGA 2016: Sukapan Budsabakorn (47/49)

Lokaúrtökumót LPGA, m.ö.o Q-school LPGA fór fram 30. nóvember – 6. desember 2015.

Mótið fór venju skv. fram á LPGA International á Daytona Beach í Flórída.

Tuttugu stúlkur hlutu kortið sitt á LPGA í gegnum Q-school og þær sem urðu í 21. – 45 + þ.e., þær sem urðu í 21.-45. sæti eða jafnar í síðarnefnda sætinu hlutu takmarkaðan þátttökurétt í mótum LPGA.

Alls hlutu 49 stúlkur þátttökurétt á LPGA; 20 fullan þátttökurétt og 29 takmarkaðan.

Alls hafa 46 stúlkur verið kynntar og nú er komið að þeim sem deildu 2. sæti lokaúrtökumótsins.

Það eru hin tælenska Sukapan Budsabakorn og Grace Na.

Það er Budsabakorn, sem verður kynnt í dag.

Sukapan Budsabakorn er 18 ára frá Thaílandi … og þegar komin á LPGA.

Þrátt fyrir ungan aldur á Budsabakorn þegar 2 alþjóðlega sigra í beltinu: Srixon Ladies Open og CTBC Ladies Open.

Á lokaúrtökumótinu var Budsabakorn með 3 glæsihringi undir 70 höggum.

Gælunafn Budsabakorn er Nook.

Hún spilaði á 2 mótum á Thai LPGA árið 2015 og lauk keppni í 20. sæti á stigalistanum.

Húnv arð í 2. sæti á Thailand Ladies Masters, aðeins 2 höggum á eftir Pornanong Phatlum.