Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 12. 2015 | 14:00

Nýju stúlkurnar á LPGA 2016: Paz Echeverria (1/49)

Lokaúrtökumót LPGA, möo Q-school LPGA fór fram 30. nóvember – 6. desember 2015 og lauk því fyrir tæpri viku.

Mótið fór venju skv. fram LPGA International á Daytona Beach í Flórída.

Tuttugu stúlkur hlutu kortið sitt á LPGA í gegnum Q-school og þær sem urðu í 21. – 45 + þ.e., þær sem urðu  í 45. sæti eða jafnar í því sæti hlutu takmarkaðan þátttökurétt í mótum LPGA.

Alls hlutu 49 stúlkur þátttökurétt; 20 fullan þátttökurétt og 29 takmarkaðan.  Verða þær allar kynntar og byrjað á þeim 7 sem voru svo heppnar að hljóta einhvern þátttökurétt á þessari sterkustu kvengolfmótaröð í heiminum þ.e. þeim Paz Echeverria frá Chile; Hönnuh Collier frá Bandaríkjunum; Jean Reynolds frá Bandaríkjunum; Ginger Howard frá Bandaríkjunum; Jaclyn Jansen frá Bandaríkjunum; Céline Herbin frá Frakklandi og Chie Arimura frá Japan.

Þessar heppu 7 stúlkur urðu T-43 í lokaúrtökumótinu og voru neðstar af þeim sem hlutu þátttökurétt á LPGA; en væntanlega hamingjusamar með að hljóta spilarétt. Þær rétt sluppu inn.

Hér verður byrjað á að kynna Paz Echeverria frá Chile og þeim sem hlutu takmarkaðan þátttökurétt og endað á þeirri sem sigraði með yfirburðum 7 höggum á næstu tvo keppendur í lokaúrtökumótinu Simin Feng frá Kína.

Paz Echverria er kylfingur frá Santiago, Chile.

Hún fæddist í Chile 5. júlí 1985 og er því 30 ára.

Meðal hápunkta í ferli Paz er að hún var fimm sinnum valin kylfingur ársins í Chile (2006 – 2010). Paz hefir 5 sinnum verið í landsliði Chile í World Amateur (2002, 2004, 2006, 2008, 2010). Paz hefir 4 sinnum orðið chileanskur meistari í holukeppni (2003, 2005, 2009, 2010) og fimm sinnum í höggleik (2005, 2006, 2008 – 2010). Hún varð tvívegis suður-amerískur meistari í holukeppni, (2009, 2010). Hún varð í 11. sæti á HSBC LPGA Brasil Cup í Rio de Janiero, Brasilíu 2011.

Paz hefir aðallega spilað á Futures (nú Symetra) Tour í Bandaríkjunum frá árinu 2010, en hefir einu sinni áður hlotið takmarkaðan spilarétt á LPGA 2013.