Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 27. 2015 | 08:00

Nýju stúlkurnar á LPGA 2016: Ginger Howard (4/49)

Lokaúrtökumót LPGA, möo Q-school LPGA fór fram 30. nóvember – 6. desember 2015.

Mótið fór venju skv. fram á LPGA International á Daytona Beach í Flórída.

Tuttugu stúlkur hlutu kortið sitt á LPGA í gegnum Q-school og þær sem urðu í 21. – 45 + þ.e., þær sem urðu í 21.-45. sæti eða jafnar í síðarnefnda sætinu hlutu takmarkaðan þátttökurétt í mótum LPGA.

Alls hlutu 49 stúlkur þátttökurétt á LPGA; 20 fullan þátttökurétt og 29 takmarkaðan.

Verða þær allar kynntar og byrjað á þeim 7 sem voru svo heppnar að hljóta einhvern þátttökurétt á þessari sterkustu kvengolfmótaröð í heiminum þ.e. þeim Paz Echeverria frá Chile; Hönnuh Collier frá Bandaríkjunum; Jean Reynolds frá Bandaríkjunum; Ginger Howard frá Bandaríkjunum; Jaclyn Jansen frá Bandaríkjunum; Céline Herbin frá Frakklandi og Chie Arimura frá Japan.

Þessar heppu 7 stúlkur urðu T-43 í lokaúrtökumótinu og voru neðstar af þeim sem hlutu þátttökurétt á LPGA; en væntanlega hamingjusamar með að hljóta spilarétt. Þær rétt sluppu inn.

Hér verður Ginger Howard kynnt en áður hafa Jean Reynolds frá Bandaríkjunum , Paz Echeverria frá Chile og Hannah Collier frá Bandaríkjunum verið kynntar.

Ginger Howard fæddist 15. mars 1994 og er því 21 árs. Hún hefir undanfarin misseri spilað á the Symetra Tour, sem er svona nokkurs konar 2. deild LPGA.

17 ára varð hún yngsta blökkukonan til þess að gerast atvinnumaður í golfi og vinna 1. mótið sitt sem atvinnumaður sem hún tók þátt í.

Jafnframt er Ginger Howard fyrsta blökkukonun sem vinnur sér inn þátttökurétt í US Junior Ryder Cup.

Komast má á vefsíðu Howard til þess að kynnast henni betur með því að SMELLA HÉR: