Ragnheiður Jónsdóttir | október. 20. 2016 | 14:00

Nýju stúlkurnar á LPGA 2016: Grace Na (48/49)

Lokaúrtökumót LPGA, m.ö.o Q-school LPGA fór fram 30. nóvember – 6. desember 2015.

Mótið fór venju skv. fram á LPGA International á Daytona Beach í Flórída.

Tuttugu stúlkur hlutu kortið sitt á LPGA í gegnum Q-school og þær sem urðu í 21. – 45 + þ.e., þær sem urðu í 21.-45. sæti eða jafnar í síðarnefnda sætinu hlutu takmarkaðan þátttökurétt í mótum LPGA.

Alls hlutu 49 stúlkur þátttökurétt á LPGA; 20 fullan þátttökurétt og 29 takmarkaðan.

Alls hafa 47 stúlkur verið kynntar og nú er komið að þeim sem deildu 2. sæti lokaúrtökumótsins, það eru hin tælenska Sukapan Budsabakorn, sem þegar hefir verið kynnt og Grace Na, sem kynnt verður í dag.

Grace Na er fra Alameda í Kaliforníu og hún var með hringi undir pari 4 af 5 keppnisdögum lokaúrtökumótsins og varð líka í 2. sæti á 2. stigi úrtökumótsins.

Na komst fyrst á Symetra Tour og spilaði í 12 mótum á nýliðaári sínu.

Na á rábæran feril í bandaríska háskólagolfinu en sjá má afrek Na í bandaríska háskólagolfinu með því að SMELLA HÉR: 

Hún varð m.a. fjórum sinnum All-American og 4 sinnum WCC Player of the Year.

Hún lauk ferilinn í háskólagolfinu með frábæru meðaltalsskori (72.88).

Uppáhaldskylfingur Grace Na á LPGA er NY Choi og um framtíðina segist hún vilja starfa sem fréttakona.

Draumaholl Grace Na eru hún sjálf og  …. Stephen Curry, Tiger Woods og Se Ri Pak.