Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 27. 2016 | 12:00

Nýju stúlkurnar á LPGA 2016: Benyapa Niphatsophon (30/49)

Lokaúrtökumót LPGA, möo Q-school LPGA fór fram 30. nóvember – 6. desember 2015.

Mótið fór venju skv. fram á LPGA International á Daytona Beach í Flórída.

Tuttugu stúlkur hlutu kortið sitt á LPGA í gegnum Q-school og þær sem urðu í 21. – 45 + þ.e., þær sem urðu í 21.-45. sæti eða jafnar í síðarnefnda sætinu hlutu takmarkaðan þátttökurétt í mótum LPGA.

Alls hlutu 49 stúlkur þátttökurétt á LPGA; 20 fullan þátttökurétt og 29 takmarkaðan.

Alls hafa 28 stúlkur verið kynntar og nú verða kynntar þær 3 sem deildu 19. sætinu en það eru: Benyapa Niphatsophon frá Thaílandi; Jing Yan, frá Kína og Christine Song frá Bandaríkjunum.

Þessar þrjár þurftu síðan að heyja bráðabana um hverjar 2 af þeim fengu kortið sitt þ.e. fullan þátttökurétt á LPGA.

Þar höfðu þær Niphatsophon og Yan vinningin en Christine Song sat eftir með sárt ennið og takmarkaðan spilarétt á LPGA.

Stúlkurnar 3 í 19. sæti léku allar hringina 5 á samtals -3 undir pari, 356 höggum.

Í dag verður annar af lukkunar pamfílunum kynnt og byrjað á  Benyöpu Niphatsophon.

Benyapa Niphatsophon segist hafa fengið áhuga á golfi eftir að hún horfði á Tiger og golf í sjónvarpinu.

Niphotsophon er oft kölluð „The gift“ eða „gjöfin“ en hún var eins og að framan segir svo heppin að ávinna sér kortið sitt á LPGA og fastan spilarétt.

Niphotsophon hóf nú nýlega að spila við fyrrum LPGA kylfinginn Aree Song.

Hún var í 5. sæti meðal áhugamannanna á Thai LPGA .

Niphotsophon segir uppáhaldskylfing sinn vera Lydiu Ko og segir uppáhaldslið sitt í enska boltanum vera Manchester United.

Það fyrsta sem hún gerði eftir að hún fékk kortið sitt á LPGA var að hringja í móður sína og þakka henni fyrir allan stuðninginn í gegnum ferilinn.

Henni finnst mest gaman að fá fólk til að brosa.