Ragnheiður Jónsdóttir | september. 14. 2016 | 14:00

Nýju stúlkurnar á LPGA 2016: Sandra Changkija (36/49)

Lokaúrtökumót LPGA, m.ö.o Q-school LPGA fór fram 30. nóvember – 6. desember 2015.

Mótið fór venju skv. fram á LPGA International á Daytona Beach í Flórída.

Tuttugu stúlkur hlutu kortið sitt á LPGA í gegnum Q-school og þær sem urðu í 21. – 45 + þ.e., þær sem urðu í 21.-45. sæti eða jafnar í síðarnefnda sætinu hlutu takmarkaðan þátttökurétt í mótum LPGA.

Alls hlutu 49 stúlkur þátttökurétt á LPGA; 20 fullan þátttökurétt og 29 takmarkaðan.

Alls hafa 35 stúlkur verið kynntar og nú verða þær tvær næst kynntar sem deildu 13. sætinu, en það eru  Sandra Changkija og Cheyenne Woods.

Báðar léku þær á samtals 6 undir pari, hvor, 354 höggum; Sandra (71 71 68 71 73) og Cheyenne (71 69 72 73 69).

Byrjað verður á því að kynna Söndru í dag.

Sandra Changkija fæddist í Alexandríu, Virginíu 10. maí 1989 , dóttir Savek Changkija og Suparkorn Limsombunchai og er því 27 ára.

Hún gerðist atvinnumaður í golfi fyrir 5 árum, 2011,  eftir háskólanám í Nova Southeastern College í Fort Lauderdale, Flórída, (viðskiptafræði) en sjá má öll afrek hennar í bandaríska háskólagolfinu með því að SMELLA HÉR:  

Fyrst um sinn, 2011 spilaði hún í 2. deildinni þ.e á Symetra Tour en hlaut þegar keppnisrétt á LPGA 2012, sem hún hefir haldið síðan.

Sandra Changkija byrjaði að spila golf 5 ára og segir pabba sinn hafa haft mest áhrif á golfferil sinn.

Meðal áhugamála hennar er að vera í ræktinni, elda og eiga tíma fyrir sig sjálfa.