Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 13. 2015 | 18:00

Nýju stúlkurnar á LPGA 2015: Victoria Elizabeth (10/45)

Það voru 8 stúlkur sem deildu 35.-42. sætinu á lokaúrtökumóti LPGA, sem fram fór 3.-7. desember 2014.

Lokaúrtökumótið fór fram á Hill og Jones golfvöllunum á  LPGA International, á Daytona Beach, í Flórída.

Ein þessara 8 var bandaríska stúlkan Victoria Elizabeth .

Victoria Elizabeth  fæddist 12. mars 1992 og er því 22 ára.

Victoria Elizabeth er frá Dayton, Ohio.

Elizabeth Victoria

Elizabeth Victoria

Victoria Elizabeth, spilaði á LPGA Futures Tour.

Hún sigraði í fyrsta sinn á LPGA Futures Tour á Credit Union Classic mótinu styrktu af Wegmans.  Hún komst í forystu strax á 2. hring og átti síðan glæsilegan lokahring upp á 68 högg og vann með 2 högga mun.

Elizabeth spilaði fyrsta á Futures Tour árið  2009. Besti árangur hennar eftir 10 mót sem hún tók þátt í var 7. sætið. Árið 2010 var besti árangurinn T-11 og 2011 T-5.

Meðalskor Victoriu hefir batnað á hverju ári og hún var í 13. sæti á túrnum í þeirri tölfræði árið 2011. Árið 2012 náði  hún niðurskurði í 8 af 9 mótum, sem hún hefir tekið þátt í og þ.á.m. var hún meðal 10 efstu 3 sinnum, þ.m.t. sigraði hún í framangreindu móti. Hinir tveir topp-10 árangrarnir voru 2. sætið . Hún er var í 2. sæti á peningalistinum og í 5. sæti í meðaltalsskori.

Nú er Victoria Elizabeth komin með takmarkaðan spilarétt á LPGA, keppnistímabilið 2015!