Nýju stúlkurnar á LPGA 2015: Simin Feng (39/45)
Nú hafa allar stúlkurnar verið kynntar sem urðu í 9.-45. sætinu á lokaúrtökumóti LPGA, sem fram fór 3.-7. desember 2014.
Þær sem eru í 1.-20. sæti eru með fullan spilarétt en hinar sem urðu í 21.-45. sæti með takmarkaðan spilarétt.
Lokaúrtökumótið fór fram á Hill og Jones golfvöllunum á LPGA International, á Daytona Beach, í Flórída.
Nú er komið að því að kynna þær sem urðu T-6 þ.e. Sei Young Kim frá S-Kóreu, Simin Feng, frá Kína og Ha Na Jang frá S-Kóreu.
Síðast var Sei Young Kim kynnt og í dag er röðin komin að hinni kínversku Simin Feng.
Simin Feng lék á samtals 7 undir pari, 353 höggum (69 72 67 70 75) á lokaúrtökumótinu.
Simin Feng fæddist 7. apríl 1995 í Peking í Kína og er því 20 ára.
Hún byrjaði í golfi 9 ára og segir foreldra sína, Too Yuan og Liguang þá sem mest áhrif hafa haft á feril hennar.
Feng hefir æft golf frá því hún byrjaði að spila og býr í Windemere, Flórída þar sem hún hefir verið með bestu kennarana. Eftir útskrift í Winderemere High-school innritaðist Feng í Vanderbilt háskólann þar sem hún stundaði nám í 2 ár. – Nú spilar hún á LPGA, en hún komst á mótaröðina í 1. tilraun sinni.
Feng nýtur þess að snæða mismunandi mat, að ferðast til ólíkra staða, handsnyrtingu og tískuklæðnaðar.
Hún er 4. kínverska stúlkan til að spila á LPGA. Jafnframt er hún fyrsti táningurinn og áhugamaðurinn til þess að sigra á CLPGA, þ.e. þegar hún sigraði á Wuhan Orient Masters Challenge árið 2012.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
