Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 17. 2015 | 07:15

Nýju stúlkurnar á LPGA 2015: Nontaya Srisawang (21/45)

Það voru 3 stúlkur sem deildu 25.-27. sætinu á lokaúrtökumóti LPGA, sem fram fór 3.-7. desember 2014.

Lokaúrtökumótið fór fram á Hill og Jones golfvöllunum á  LPGA International, á Daytona Beach, í Flórída.

Ein þessara 3 var tælenska stúlkan Nontaya Srisawang.

Nontaya Srisawang fæddist 15. desember 1987 í Chiang Mai, Thailandi og er því 27 ára.

Nontaya byrjaði að spila golf 12 ára og það var pabbi hennar sem kenndi henni.  Hún er góð vinkonu Titiyu Plucksataporn, fyrsta thaílenska kylfingnum á LET.  Í janúar árið 2006 gerðist Nontaya atvinnumaður í golfi.

Nontayu finnst gaman að hlusta á músík, horfa á kvikmyndir og taka ljósmyndir.

Hún lærði  Golf Management í Ramkhamhang University í Thailandi.

 

Komast má á facebook síðu Nontayu með því að SMELLA HÉR: 

Fyrst um sinn frá árinu 2007 spilaði Nontaya á Duramed Futures mótaröðinni og áirð 2011 komst hún inn á LET. Árið 2013 spilaði Nontaya í 18 LET mótum og varð tvisvar meðal efstu 10.