Ragnheiður Jónsdóttir | september. 1. 2015 | 14:00

Nýju stúlkurnar á LPGA 2015: Minjee Lee (44/45)

Nú hafa allar stúlkurnar verið kynntar sem urðu í 3.-45. sætinu á lokaúrtökumóti LPGA, sem fram fór 3.-7. desember 2014.

Þær sem eru í 1.-20. sæti eru með fullan spilarétt en hinar sem urðu í 21.-45. sæti með takmarkaðan spilarétt.

Lokaúrtökumótið fór fram á Hill og Jones golfvöllunum á LPGA International, á Daytona Beach, í Flórída.

Nú á aðeins eftir að kynna þær tvær stúlkur, sem deildu efsta sætinu og hafa svo sannarlega slegið í gegn á þessu keppnistímabili þær Minjee Lee frá Ástralíu og hina bandarísku Alison Lee.

Báðar léku þær á 10 undir pari, 350 höggum; Minjee sem kynnt verður í dag á (72 71 68 66 73).

Minjee Lee fæddist 27. maí 1996 í Perth, Ástralíu og er því 19 ára.  Þrátt fyrir ungan aldur hefir hún þegar unnið tvívegis 1 sinni á ALPGA og öðru sinni á LPGA.

Eftir sigurinn á Oates Victorian Open, 2014 varð hún nr. 1 í heiminum meðal áhugamanna. Minjee gerðist síðan atvinnumaður í golfi í september 2014.

Helstu afrek hennnar sem áhugamanns eru eftirfarandi: 

2011 Handa Junior Masters, Western Australia Women’s Amateur, Singapore Ladies Amateur, Srixon International Junior Classic, Tasmanian Stroke Play Championship
2012 U.S. Girls’ Junior, Tasmanian Stroke Play Championship
2013 Australian Women’s Amateur, Western Australia Women’s Amateur, Rene Erichsen Salver, Australian Girls’ Amateur, Dunes Medal
2014 Australian Women’s Amateur

Besti árangur Minjee til þessa í risamótum kvennagolfsins er T-9 árangur 2015 í Women´s British Open þ.e. Opna breska hjá konunum.