Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 13. 2014 | 13:00

Nýju stúlkurnar á LPGA 2015: Marta Sanz Barrio (2/45)

Marta Sanz Barrio var ein af 3 stúlkum sem varð í 43.-45. sæti á lokaúrtökumóti LPGA

Marta Sanz Barrio fæddist 27. ágúst  19.. , dóttir  Carmelo Sanz og Marina Barrio.

Bæði Marta og eldri systir hennar Patrica spiluðu golf í bandaríska háskólagolfinu, með háskólaliði Auburn; Patricia var þar 2008-2012, en Marta er nýútskrifuð með gráðu í alþjóðlegri viðskiptafræði.

Marta er frá Madríd og er þar í  R.A.C.E. golfklúbbnum.

Nú er Marta sem sagt komin með takmarkaðan spilarétt á LPGA sem þýðir að hún fær að spila á Symetra Tour og verður boðið á nokkur LPGA mót.