Nýju stúlkurnar á LPGA 2015: Julie Yang (25/45)
Það voru 7 stúlkur sem deildu 18.-24. sætinu á lokaúrtökumóti LPGA, sem fram fór 3.-7. desember 2014.
Lokaúrtökumótið fór fram á Hill og Jones golfvöllunum á LPGA International, á Daytona Beach, í Flórída.
Aðeins 20 stúlkur fengu fullan spilarétt á LPGA 2015 og því varð að fara fram bráðabani milli þessa 7 stúlkna og komust 3 áfram og fengu fullan spilarétt þ.e.: Laetitia Beck, Garrett Phillips og Karlin Beck en hinar 4 fengu aðeins takmarkaðan spilarétt þ.e.: Julie Yang, Jacqui Concolino, Stephanie Meadow og Casey Grice.
Byrjað verður að kynna þær 4 óheppnu sem töpuðu í bráðabananum um fullan keppnisrétt á LPGA og eru því líkt og hinar 22 sem þegar hafa verið kynntar með takmarkaðan spilarétt á LPGA 2015.
Í dag verður Julie Yang kynnt, en Casey Grice, Stephanie Meadow og Jacqui Concolino hafa þegar verið kynntar.
Eftir kynninguna á Julie hafa allar stúlkurnar á LPGA verið kynntar sem fengu takmarkaðan spilarétt. Þá eru aðeins eftir þær 20 sem fengu fullan spilarétt og verður byrjað á þeim heppnu sem unnu bráðabanann Laetitiu Beck, Garrett Phillips og Karlin Beck á morgun.
Julie Yang fæddist 8. júlí 1995 og er því 19 ára. Kóreanka nafnið hennar er Cha Ryung Yang.
Keppnistímabilið 2015 er fyrsta keppnistímabil hennar á LPGA. Julie byrjaði 6 ára að spila golf. Hún bjó um tíma í Thaílandi og talar reiprennandi tælensku auk kóreönsku og ensku. Hún var 9 ára þegar hún fluttist með foreldrum sínum og systur Jackie til Arizona í Bandaríkjunum.
Julie var aðeins 7 ára þegar hún vann fyrsta alþjóðlega golfmót sitt í sínum aldursflokk en það var á the UBC Junior World Golf Tour, í desember 2002. Áður en hún var 9 ára var hún búin að sigra í 20 slíkum mótum.
Yang hafði hæfileikana til þess að spila í unglingadeild bandaríska golfsambandsins (AJGA = American Junior Golf Association) en mátti ekki spila í mótunum vegna þess að hún var of ung – en 12 ára aldurstakmark er í mótum sambandsins. Stutut eftir að hún varð 12 ára, árið 2007 spilaði hún í fyrsta AJGA móti sínu og varð í 3. sæti. Í 2. móti sínu varð hún í 2. sæti og í 3. tilraun vann hún fyrsta titil sinn en það var á the Randy Smith Classic in Lubbock, Texas, þar sem hún sigraði tvo miklu eldri keppendur í bráðabana. Með þessu varð Yang næstyngsti keppandi til að sigra í AJGA móti (yngsti keppandinn sigraði áður en 12 ára aldurstakmarkið var sett). Yang var 12 ára 1 mánaðar og 8 daga ung þegar hún vann Smith titilinn. Síðar árið 2007 vann hún á US Kids World Championship. Hún var útnefnd í the Rolex Junior All American liðin árin 2007 og 2008; Hún er yngsti Rolex All American í golfsögunni.
Seinna þetta ár var Julie boðið að spila í móti á KLPGA, þ.e. the Inter-Burgo Masters. Hún náði ekki niðurskurði en mótið fór í reynslubankann.
Árið 2009, aðeins 13 ára spilaði Yang í 3 mótum KLPGA og náði niðurskurði í öll skiptin og var besti áhugamaðurinn aðeins 13 ára.
Ári síðar 14 ára fluttist Julie til Skotlands þar sem hún var í skóla. Hún hélt áfram að sigra í golfmótum þar. Meðal móta sem hún sigraði í voru: the Welsh Ladies Open Stroke Play Championship, the Danish International Ladies Amateur Championship og the English Women’s Open Stroke Play Championship. Hún er sú yngsta í sögunni til þess að sigra í öllum þessum mótum.
Julie fluttist aftur til Bandaríkjanna 2011 og ætlaði að halda áfram sigurgöngu sinni þar. Henni gekk hins vegar ekki vel í US Women’s Amateur, tapaði á 2. hring, en henni gekk betur íWomen’s Trans National Amateur Championship, árið 2011 þar sem hún sigraði og var aftur yngsti sigurvegarinn í sögu mótsins.
Snemma á árinu 2011 spilaði Julie í Kia Classic á LPGA tour, þar sem hún náði niðurskurði og varð T-46 – sýndi þar með fram á að hún á heima meðal þeirra allra bestu.
Julie stökk yfir 1 ár í skóla og útskrifaðist úr menntaskóla 2012, 16 ára. Hún byrjaði í Oklahoma State háskólanum snemma árs 2013. Meðal afreka hennar 2013 var að komast í undanúrslit Women’s Amateur Pub Links.
Meðan Yang var á 3. ári í háskóla tók hún þátt í LPGA Q-school. Hún varð T-18 ásamt 6 áðurnefndum keppendum og varð að spila í bráðabana til þess að hljóta full keppnisréttindi. Hún tapaði og fékk aðeins takmarkaðan spilarétt, en hún gerðist engu að síður atvinnumaður í golfi, aðeins 19 ára og spilar sem nýliði á LPGA í ár, 2015.
Það verður virkilega spennandi að fylgjast með Julie Yang í framtíðinni!!!
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
