Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 1. 2015 | 18:00

Nýju stúlkurnar á LPGA 2015: Ha Na Jang (40/45)

Nú hafa allar stúlkurnar verið kynntar sem urðu í 9.-45. sætinu á lokaúrtökumóti LPGA, sem fram fór 3.-7. desember 2014.

Þær sem eru í 1.-20. sæti eru með fullan spilarétt en hinar sem urðu í 21.-45. sæti með takmarkaðan spilarétt.

Lokaúrtökumótið fór fram á Hill og Jones golfvöllunum á LPGA International, á Daytona Beach, í Flórída.

Nú er komið að því að kynna þær sem urðu T-6 þ.e. Sei Young Kim frá S-Kóreu, Simin Feng, frá Kína og Ha Na Jang frá S-Kóreu.

Fyrsttöldu 2 hafa verið kynntar og í dag er röðin komin að hinni Ha Na Jang frá S-Kóreu.

Ha Na Jang lék á samtals 7 undir pari, 353 höggum (74 65 66 68 80) á lokaúrtökumótinu.

Ha Na Jang fæddistí í Seoul, Suður-Kóreu 2. maí 1992 og er því 23 ára.  Hún býr hins vegar í San Diego í Kaliforníu, þangað sem hún fluttist með fjölskyldu sinni.

Ha Na Jang er lítil vexti en kraftalega vaxtin og er mikil sleggja. Hún varð fljótt ein af sterkustu kylfingum af samtíðarmönnum sínum varð m.a. í 42. sæti aðeins 12 ára.  Á því móti sást til hennar þar sem hún var að tína smára og því festist viðnefnið Smára-stelpa við hana og hún er venjulega með fjögurra laufa smára á golfpoka sínum.

Hana er þekktur vinnuhestur enn hún er oft með langan vinnudag frá því snemma morguns til miðnættis.

Besti árangur Ha Na í risamóti er T-3 árangur í Evian Championship.

Árið 2007 byrjaði Jang að spila í alþjóðlegum mótum og náði góðu árangri þar.  Hún vakti athygli þar sem hún sigraði í Callaway Junior World Championship í Norður-Karólínu, með 10 högga mun á næsta keppanda.  Á einni holu var hún með 312 yarda dræv.  Á  US Girls Junior þetta sama ár byrjaði Jang vel og lauk höggleikshluta keppninna í 2. sæti; en aðeins Kimberly Kim var á undan henni.  Henni gekk enn betur á US Women’s Amateur nokkrum vikum síðan þegar hún m.a. var á betra skori en Alexis Thompson og Mi Jung Hur, og vann síðan Tiffany Joh á 20. holu í holukeppnishlutanum. Í undanúrslitum holukeppninnar tapaði Jang hins vegar fyrri þeim kylfingi sem vann síðan mótið Maria Jose Uribe, frá Kólombíu.

Jang átti frábært 2009 golftímabil. Hún sigraði á World Golf Championship það sumar; átti 6 högg á næsta keppanda. Þetta haust spilaði hún í tveimur  KLPGA risamótum og var meðal efstu í þeim báður. Í the Hite Cup, varð hún í 3. sæti m.a. á eftir sigurvegaranum Hee Kyung Seo. Á lokarisamóti ársins á KLPGA þ.e. KB Star Tour Grand Final, lenti hún aftur í einvígi við Seo, þar sem sú síðarnefnda hafði betur í.

Árið 2010 var ekkert sérstakt hjá Jang. Hún gerðist atvinnumaður en spilaði mestmegnis á smámótaröðum. Ha Na Jang hins vegar blómstraði á KLPGA árið 2012.  Árið byrjaði ekki vel þar sem hún komst ekki í gegnum 5 af 6 mótum sem hún tók þátt í. Hún lauk árinu hins vegar í 10. sætinu á peningalista KLPGA vann 258 milljóna og var 5 sinnum meðal efstu 10.

Árið 2013 byrjaði líka við en Jang varð m.a. í 17. sæti á Swinging Skirts í  Taiwan, síðan varð hún í 3. sæti á  Hyundai China Ladies Open, nokkrum höggum á eftir Hyo Joo Kim og Hye Youn Kim.  Árið 2013 sigraði Jang þrívegis á KLPGA og vann sér inn 690 milljóna.  Hún var einnig valin leikmaður ársins.  Hún varð alls 13 sinnum meðal efstu 10 þar af var hún í flestum tilvikum meðal efstu 5.

Í fyrra, 2014, var e.t.v. eftirtektarverðasti árangur Jang T-3 árangur hennar á Evian Championship, sem jafnframt er besti árangur hennar á LPGA og í risamóti.