Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 1. 2015 | 09:30

Nýju stúlkurnar á LPGA 2015: Daniela Iacobelli (20/45)

Það voru 3 stúlkur sem deildu 25.-27. sætinu á lokaúrtökumóti LPGA, sem fram fór 3.-7. desember 2014.

Lokaúrtökumótið fór fram á Hill og Jones golfvöllunum á  LPGA International, á Daytona Beach, í Flórída.

Ein þessara 3 var bandaríska stúlkan Daniela Iacobelli.

Daniela Iacobelli fæddist 27. nóvember 1987 og er því 27 ára.

Iacobelli byrjaði að spila golf 3 ára. Hún útskrifaðist frá Florida Institute of Technology með gráðu í viðskiptafræði (ens. business administration) árið 2009, eftir að hafa spilað í golfliði skólans í 4 ár.  Meðan hún lék í bandaríska háskólagolfinu var Iacobelli 29 sinnum með topp-10 árangra þ.á.m. 8 sigra í einstaklingskeppnum.  Hún var valin Sunshine State Conference nýliði ársins árið 2005.  Hún varð síðan  Individual winner of the 2007 NCAA Division II Women’s Golf Championship og var valin íþróttamaður ársins 2007 í Florida Tech.

Árið 2010 var Iacobelli komin á Symetra Tour. Árið 2012 spilaði hún í 15 mótum, náði 10 sinnum í gegnum niðurskurð og var með verðlaunafé upp á   $41,049 (þ.e. varð í 5. sæti á peningalista Symetra). Hún varð 5 sinnum meðal 10 efstu og besti árangurinn var sigur á the Daytona Beach Invitational.  Sjá má viðtal við Iacobelli eftir sigurinn í Morning Drive golfþættinum með því að SMELLA HÉR: 

Á fyrsta ári sínu, 2013,  á LPGA spilaði hún aðeins í 1 móti og 2014 var hún aftur komin á Symetra. Spilaði í 20 mótum og náði 16 sinnum niðurskurði. Iacobelli var með  $29,383 í verðlaunafé (þ.e. varð í 21. sæti á peningalistanum), átti tvo topp-10 árangra og besti árangurinn var 2. sætið á the FireKeepers Casino Hotel Championship.

Áhugamál Iacobelli eru tónlist, kvikmyndir, að dansa og syngja karoke.  Nú er Iacobelli með takmarkaðan keppnisrétt á LPGA árið 2015 og fær þ.a.l. að keppa í nokkrum mótum.